Anna Ósk
Anna Ósk
They say I´m crazy.. I really don´t care ;)
miðvikudagur, maí 24, 2006
Jæja komnar LONDON-myndir og líka nokkrar úr kveðjupartýinu hjá Sandy !!
föstudagur, maí 19, 2006
LONDON...
já það var sko aldeilis gaman í London.. æði að hitta Sandy og Bryndísi.. og auðvitað Stebbu mína :) Hitti skvísurnar niðri á Piccadilly og við skelltum okkur upp á "DELUXE" hótelið okkar :) Svo var troðið sér í partýdressið og haldið niður í bæ.. auðvitað var farið á Zoo.. en ekki hvað.. staðurinn stóð reyndar ekki undir væntingum þannig að við fórum yfir á Ruby Blue.. þar var svaka stemmning.. geggjuð tónlist og ROSA hot gaurar.. hehehe.. fengum meira segja að tjilla í V.I.P. herberginu ;) ekki leiðinlegt það !! Fórum reyndar aftur á Zoo og þá vorum við sko að dansa.. okkar fólk mætt á svæðið :)

*HÆ MÚS*
*bleiki-blái-rauði*
*Hey gulltönnin*
*can u wrap it up ?*
*ég er hætt með bláa*
*Stebba: Anna hvað ertu að gera ? Anna: Nú auðvitað að fara í SVEFNbuxurnar*
*hlaup..hlaup..hlaup.. Henry: were u running from me? Sandra og Anna(faldar bak við ruslagám) :no there was this crepy guy after us !*

Ég og Stebba lúlluðum fram á hádegi og fórum svo að tjilla á Leicester sq þangað til að Sandra og Bryndís komu.. þá var haldið upp í Wood-Green.. my home town ;) þar var bara kíkt í búðir og haft það kósý !! Svo um kvöldið var farið niður í bæ.. Skiluðum Stebbu á lestarstöðina :( svo fórum við á NYT þar sem Tox vinur hennar Sandy reddaði okkur inn ;) geggjað cool staður og geðveik tónlist !! Gulltönnin var alveg æst að tala við mig eftir að ég ákvað að klína mér á hann kvöldið áður :) ekki góð hugmynd.. fengum þessi rosa fínu armbönd til að fara í v.i.p. ekki mikið spenntar fyrir því þótt allir aðrir virtust vera það ;) Ætluðum svo í partý en komumst að því að það var ekki á Penthouse skemmtistaðnum heldur í penthouse-suite á einhverju hóteli á Canary-Wharf :) Þannig að það var bara skellt sér í strætó heim !!

*PANT EKKI*
*Im Isabella.. im Sara.. im Victoria :)*
*why didnt you call me ?*
*má bjóða ykkur ost/would you like some cheese*
*im NOT a player.. RIGHT*
*i´ll just go home and pray*

Jæja.. föstudagur.. meira tjill í Wood Green.. stelpurnar fóru í atvinnuviðtal niðri í bæ þannig að ég skellti mér bara á date.. já Anna fór á date í London :) hittumst í einhverjum garði í Wood Green.. tókum smá rölt.. hittum Sandy og Bryndísi.. löbbuðum svo í hraðbanka og svo var date-ið búið :) já þetta var fyndnasta stefnumót sem ég hef farið á !! :) Ég fór þá bara heim, tók lögn með stelpunum og svo farið að gera sig fínann fyrir kvöldið !! Diana og Gjorby eins og ég kýs að kalla hann a.k.a. húsfélagar stelpnanna ætluðu með okkur !! Hann er Argentískur og hún er Pólsk.. þau eru sko mjög hress :) við fórum á Rex.. þar sem Tox reddaði okkur aftur inn :) Mjög lítill staður en þrælskemmtilegur.. ég og Sandra stungum reyndar aðeins af og kíktum á CC.. Sandra var alveg að finna sig þar en ég stakk aftur af.. þegar Sandra fann mig svo aftur var ég voða rík.. búin að kaupa innistæðu og átti svo líka pening fyrir pizzu :) gott að misnota hraðbankana þegar maður er í glasi :) Héngum úti á torgi heillengi þar sem Salomon greyið gerði ekki annað en að týna upp skóna mína ;) gaman !! Eftir pizzuát og fíflagang var svo haldið heim í strætó ;)

*Hey aðrar systur.. taka mynd*
*mundir þú vilja láta strjúka þér með þessu ?*
*TEKILA*
*HÆ MÚS*
*Salomon Gustafssson*
*Hey.. 50 Cent*

Laugardagur.. legið í leti allan daginn.. sumir komu heim seinna en aðrir og sumir voru "einir" heima ;) Pöntuðum pizzu og höfðum það bara kósí :) Um kvöldið var svo aðeins kíkt á Shout sem er lókal skemmtistaðurinn í Wood Green !! Hittum Meron og restina af Pizza Hut genginu.. rosa gaman er frekar rólegt kvöld.. farið snemma heim í háttinn !!

*má ekkert*
*bannað að vera með hárband*
*bannað að vera í Italíu peysu*
*heiti hveiti í Adidas*

Á sunnudeginum var auðvitað bara tekið tjill í ghettóinu :) en um kvöldið var farið niður á Leicester sq að hitta Stebbu mína :) fórum á Mexicanska staðinn okkar.. nammi namm.. eignuðumst rosa góðan vin á barnum sem blandaði rosa góðar margarítur :) Fengum rosa gott að borða og drukkum nokkrar margarítur !! :) Svo var haldið á Bar Rumba þar sem við hittum Salomon og Tony.. svo komu Nína, Lára og vinur þeirra líka að hitta okkur !! Mjög góð stemmning þarna og var dansað mikið :) Eftir tjúttið var rölt um allt að reyna að finna eitthvað að borða :) svo var farið heim með strætó

*10 minutes to closing*
*þamb þamb þamb*
*hey Dip.. eða Darry*
*psss.. dildo-sjálfsali*
*i want chicken*
*ojjj birdshit*
tjill í wood green

Svo á mánudaginn var mikill pirringur út af kortaveseni og símakaupum :) og svo var það bara heimferð :( Langaði ekkert að fara hiem og get ekki beðið eftir því að komast aftur út !!!!
miðvikudagur, maí 10, 2006
London baby...

Já tjellingin er bara að skella sér til London eftir ca.5 tíma... get ekki beðið eftir að sjá Sandy mína... er hálf vængbrotin án hennar hérna á klakanum !! :) Stebbulingur ætlar svo að kíkja á okkru líka og erum við með hótel herb í kvöld svo við getum kíkt beint út á lífið !!! Þannig að í kvöld verðum við skvísurnar á Zoo-Bar :) ekki slæmt það... örugglega margir sem hafa heyrt skemmtilegar sögur þaðan :)

Annars er maður bara búinn að hafa það voða gott í góða veðrinu.. mikið um göngutúra.. og ætli það hafi ekki verið tekinn eins og einn.. tveir rúntar í kef-city :)

En ætla að fara að koma mér heim að pakka :)

Góða helgi !
þriðjudagur, maí 02, 2006
Úff...

komin í 2 daga velþegið frí.. búið að vera nóg að gera í work í dag og sérstaklega í gær :) Eþaggi Tinnz ??

Eyddi allri síðustu helgi í Keflavíkinni minni.. kveðjupartý hjá Söndru sys á fös.. en hún flutti til Krít á lau :( Miss u baby !! Ég, Inga og Begga kíktum svo á Yello.. eitthvað fátt um manninn þar !! Fór svo líka með Sandy og Jossa á Paddys og H-Punktinn :) Rosa stemmari þar !! Mjög skemmtilegt *EDRÚ* kvöld :)

Laugardagurinn fór svo bara í rólegheit og gaman.. ótrúlegt hvað helgin lengist þegar maður er í svona tjilli :)

En jæja ætla að fara að tölta heim á leið..
ADIOS
mánudagur, maí 01, 2006


Elsku Begga mín..
Til hamingju með daginn í dag
Kossar og knús :)