Anna Ósk
Anna Ósk
They say I´m crazy.. I really don´t care ;)
föstudagur, mars 24, 2006


Paris here I come...

Já þá er alveg að koma að þessu.. París í fyrramálið !!

Get nú ekki sagt að ég sé orðin spennt.. enda ekki byrjuð að pakka og taka til dót sem á að fara með !! Mæting verður upp á Hertz kl 5 og förum við á 2 bílum.. jey :) Eins gott að fara snemma að sofa í kvöld -eða ekki :) Fór í Kef í gær til að þvo fötin mín svo ég verði nú ekki í skítugum fötum í útlandinu :) Ég og Inga kíktum aðeins út.. ætluðum í bíó en nenntum svo engan vegin.. horfðum bara á Bachelor í staðinn ;) Erum enn að reyna að rifja upp laugardagskvöldið :) Fékk að heyra talhólfsskilaboð frá mér í símanum hennar Ingu.. "Ingibjörg, hafðu samband" :) WHAT !! Frekar fyndið :) En það er eitt sem mig hlakkar til að gera.. nú auðvitað fara í H&M :) já hemmi minn :)

En jæja best að fara að gera eitthvað af viti hérna..

adios
mánudagur, mars 20, 2006
Sjæsen...

Nennir einhver að nudda mig.. og setja mig í heitt bað ??

Var að vinna á föstudaginn.. við Anna kíktum svo í smá kokteilboð hjá Icelandair.. svo var handið í öllu minna fanzy boð á verkstæðinu hjá Hertz.. rosa gaman.. svo var farið í Smáralindina.. og loks var handið í Skipholtið þar sem gleðin var !! Gunni og Kris fóru á kostum.. ég og Anna misstum okkur aðeins í fyrirsætuleiknum inni á baði :) En drykkirnir a la Kris runnu vel niður.. Mojito.. strawberry daiquiri.. margarita.. namm namm :) Svo var haldið niður í bæ.. kíktum á Ólíver, Vegó, Hressó og enduðum svo á Kaffibarnum :) Röltið á milli staða var samt eila bara skemmtilegast.. ég tók nokkuð margar pöndur.. reyndi að elta uppi Steina bleika.. titlaði sjálfa mig sem bæjarstjóra.. prófaði dráttakúlu.. En allavega þá var þetta mjög skemmtilegt kvöld.. thanx, you crazy people :)

Á laugardaginn var svo haldið í Dirty-five ammlið hans Henna bro.. það var snilld :) ég og Inga sungum og trölluðum með afmælisgestunum til að ganga tvö en þá var Henný frænka svo góð að sækja okkur og skutla okkur niður í bæ.. takk dúllan mín !! Byrjuðum á H-punktinum.. mjög góð stemmning þar.. fórum svo á Yello.. enn meira stuð þar !! Dönsuðum.. drukkum.. var bömpuð.. var kynnt.. "anna, þetta er xxxx.. xxxx þetta er anna" *handshake* :) var boðið í glas.. "ég borga" hehehe.. walk of shame.. símanúmer á útsölu.. xxxxx minn.. I just wanna be.. your underwear :) takk fyrir kvöldið Inga mín :) auðvitað var bærinn málaður fjólublár eins og við ætluðum :)

Í gær var svo tekinn -pant ekki- leikur í svona 5 klukkutíma.. geggjað fyndið !! einhver þarf að eiga sultuhund.. pant ekki :)

jæja þetta er komið gott..
laugardagur, mars 11, 2006
Mig langar að kíkja út í kvöld !!
föstudagur, mars 10, 2006
Ferlega skemmtileg helgi framundan... eða EKKI !! Já mar er að vinna alla helgina !! Þannig að það verður ekki mikið gert af sér !! Óska eftir karlmanni til að kúra með yfir spólu.. hann verður að vera MJÖG huggulegur og til í nudda mig þegar mér hentar :) hehehehe :)

Var í Kef í gær og fyrradag.. snilld.. ég, Sandra og Inga fórum á rúnntinn í gær og GUÐ MINN GÓÐUR hvað við hlógum geðveikislega mikið !! :) Það var eila bara allt fyndið.. einhver þarf að byrja með xxx.. pant ekki.. Elísabetu leiðist smá letrið.. Elísabet er skjaldbaka.. allir hlupu út nema Binni.. hann brann inni :) já það þarf svo lítið til að skemmta okkur !!

Já en svo fara ma&pa að fara að koma heim.. vííí.. koma á sunnudaginn !! Verður voða gott að fá þau !! En ein saga.. sko við Sandra eigum það voða mikið til að þegar mamma hringji ekki á hverjum degi þá segjum við við hana "hva.. ertu hætt að elska mig ?" þetta er bara svona okkar.. nema hvað.. amma dúlla heyrir okkur segja þetta við múttu þegar við hringdum í hana til Kanarí og hvað haldiði... jú dúllumúsin stal bara frasanum !! Næst þegar amma hringir í mömmu segir hún "hva.. ertu hætt að elska mig ?" Mesta krúttumús í heimi !! :) Mömmu fannst þetta nottla rosa fyndið ..

En er einhver að fara að gera eitthvað skemmtó um helgina ??
mánudagur, mars 06, 2006
Úff.. skemmtileg helgi búin !!!

Á föstudaginn var haldið í ástandið :) byrjuðum á því að lenda í löggunni.. ekki gaman.. dáldið fyndið.. þá sérstaklega hvað sumir voru fokking hræddir :) Jæja svo var það "teitið" hjá Amöndu :) Jossi var voða tilfinninganæmur "im sooo lonely" :) muhahahaha.. Svo var haldið á R´n´B kvöldið :) Sumir voru drukknari en aðrir.. en allir voru voða góðir vinir.. svo má ekki gleyma því að Ómar Ragnarson var mættur á svæðið a.k.a. Ingibjörg Erla :) það sem vellur upp úr þessu kvikindi !! :) En það var mikið dansað og spjallað og var geggjað gaman !! Eþaggi ?? Við Inga fórum svo í Taxa með einum dauðum og fengum frítt far niður í bæ :) það má !! Fórum á Traffic.. snilldar dj-ar þar :) :) svei mér þá ef maður tók ekki nokkur spor á gólfinu :) Kíktum svo á Yello.. hellingur af liði þar.. en svo var öllum boðið í partý á Heiðarbrúninni.. mættu ekkert svo margir.. muhahahahaha.. snilld :)

Jæja á laugardaginn var frekar mikil þynnka/þreyta í liði !! En mikið hlegið af atburðum fös.kvöldsins :) Ég, Sandra og Inga vorum bara í tjillinu.. Frekar lazy :) Um kvöldið fór ég svo með Jónu Maríu í Splash-partýið og á Yello.. dönsuðum frá okkur allt vit.. skemmtum okkur geggjað vel.. hittum helling af skemmtilegu fólki.. sáum karl-strippara.. dönsuðum í búri.. en röltum svo bara heim !! Takk Jóna mín fyrir ógó skemmtilegt kvöld :)

Jæja kominn tími til að koma sér í bæinn.. thanx allir fyrir helgina !!!
miðvikudagur, mars 01, 2006

Hip Hop kanamella :)

Já það er sko aldeilis búið að vera kátt á hjalla í fríinu mínu !! Búin að fara til Ameríku (upp á völl) með Sandy sys og co báða dagana.. Vorum á tjillinu með Amöndu, fórum á Taco Bell 2x og kíktum svo í keilu.. og Steini watch out :) Já Annan var on fire :) Byrjaði reyndar mjög illa.. Inga vann fyrsta leikinn.. en svo náði ég smá contakti við bleiku kúlunu og rúllaði næstu 2 leikjum upp :) Metnaður í minni !! Hlógum geggjað mikið þegar ég tók upp á því að taka LJÓNIÐ í hvert skiptið sem ég náði fellu :) sem var 3 eða 4 sinnum.. Auðvitað hló ég lang mest af sjálfri mér :) ..en ekki hvað :) :)

Svo er það bara létt djamm í fös.. get ekki beðið :) Inga, nýliðarnir láta sig ekki vanta er það ??