Anna Ósk
Anna Ósk
They say I´m crazy.. I really don´t care ;)
sunnudagur, janúar 29, 2006
Bara 7 tímar efir af þessum vinnudegi.. get varla beðið.. allt of þreytt !! Á föstudaginn kíkti ég á Oliver með Stebbu og Jónda.. alltaf gaman að kíkja edrú út á lífið !! Alltaf jafn troðið en voða gaman samt :) sáum fullt af skemmtilegu og "loðnu" fólki :) hehehe.. Samt ótrúlegt hvað maður sér alltaf sama fólkið :)

Í gær voru það svo bara rólegheit.. Ragga kom í lasagna til mín og við horfðum á Australias next to model.. voða kósý bara :)
föstudagur, janúar 27, 2006


Horfði einhver á Jay Leno í gær.. andskotinn hvað hann Jamie Foxx er heitur !! Sjiiii.. ég mundi sko ekki sparka honum fram úr rúminu mínu.. nema þá til að ríða honum á gólfinu :) muhahahaha

En annað.. hvursu hratt líður tíminn ?? Finnst ég bara hafa veið í helgarfríi í gær og nú er bara strax komin helgi aftur !!! Hvað er það ?? Ég verð orðin 45 ára áður en ég veit af :s

Var í Kef allt fríið mitt á mið og fim .. rosa kósý að láta m&p stjana aðeins við sig :) Kíkti á körfuboltaleik með Fjólu og Hildi Björgu.. Birna okkar var að keppa með old girls :) gekk reyndar ekki alveg eins vel og ég hafði vonað, en reyndar ágætlega miðað við að þær eru ekkert búnar að æfa saman :) Svo kíkti ég á hana Gauju mína.. fæ vonandi fljótlega nýja jólagjöf :) víhí.. Svo var það bara hans með Sandy og Ingu :) alltaf gaman af bullinu í okkur :)

Svo núna er það bara work work work alla helgina !!
miðvikudagur, janúar 25, 2006


Vá hvað maður hlýtur að vera orðinn gamall.. held að ég sé ekki enn búin að jafna mig eftir helgina :)

Á föstudaginn var birthday-partý hjá Söndru sys.. mjög mikil stemmning :) Afmælisbarnið var glatt með rosa fínni typpaköku :) já þetta var snilldar fyndið :) æðar og allur pakkinn :) bakararnir eiga hrós skilið.. *hrós* :) mikið sungið.. leikið.. og drukkið :) svo var haldið á Yello !! Ágætis stemmning en heldur fáir.. Traffic var enn verra.. ekki hræða þar inni.. aftur á Yello.. dansað smá.. svo var haldið á Paddys.. þar var fjörið.. svo var endað á Casino.. þá var maður líka orðinn heldur lúinn og tími til kominn að halda heim !! Snilldar kvöld :)

Laugardagurinn var frekar erfiður.. en lét mig þó hafa það að kíkja á lífið í höfuðborginni. Kris og Anna komu til mín og kokteilarnir runnu ágætlega niður :) Vorum í góðum fíling.. Tinna og Snorri kíktu svo á okkur !! Svo var haldið á Olíver.. gekk reyndar ekki nógu vel en þegar við komumst loksins inn þá var voða gaman.. tókum smá dansspor.. en sátum mest allan tímann að skoða fólkið.. og trúið mér.. það var gaman !! :)

punktar helgarinnar ;)
"hey, það gleymdi einhver þessari peysu inni á klósetti"
"you are so fucking sexy"
"hvar er Anna ?"
"þið farið bara í skottið"
"það virkar ekki að hringja kollekt"
"ohh.. við erum svo góðar"

svo eru komnar nýjar myndir :)
mánudagur, janúar 23, 2006
Erfiður dagur

Finally er þessi vinnudagur búinn..

Farin heim að sofa.. helgaruppgjörið kemur á morgun !!
föstudagur, janúar 20, 2006
Sjitturinn titturinn mellan og hóran...

Allt af mikil hálka á gangstéttum bæjarins.. og ég á leiðinni á djammið báða dagana.. sem þýðir bara eitt.. ég á eftir að vera á hausnum.. spurning um að á sér svona mannbrodda eða hvað sem þeta heitir :)

Geggjað næs að vera í helgarfríi.. svaf út í morgun og var svo bara að dúlla mér þangað til að Nína sótti mig og við brunuðum í Kef !! Ég þurfti að keyra því Nína greyið var eitthvað svo utan við sig.. fannst bara fínt að stoppa á grænu og bruna yfir á rauðu :) hehehe.. smá ýkt :) Svo er maður bara að fara að skella á sig andlitinu og troða sér í djamm-júníformið :) svo blandar maður sér svellkaldan drykk og þá er maður game í hvað sem er !! Ætli maður verði ekki að kíkja á Yello.. hef heyrt misjafnar sögur þaðan og verð því að tékka þetta sjálf !! Jæja ætla að fara að taka á móti afmælisgestunum því Sandra er víst að vinna til 22-23 :)

yfir og út
þriðjudagur, janúar 17, 2006
Nýtt ár.. nýtt look.. nýr kærasti.. hehe neee ekki svo gott :) :)

En ætti maður ekki að fara að reyna að tjá sig eitthvað hérna ?? Jólin, áramótin og allt fjörið búið :( Er búin að vera með skammdegisþunglyndi dauðans síðustu daga/vikur... en held að það sé búið í bili :) Var farin að hafa virkilegar áhyggjur af sjálfri mér.. nennti hreinlega ENGU !! En núna er búið að vera voða gaman í work og ég svo erum við stelpurnar farnar að vera dugleri að hittast :) Það er einmitt hittingur í kvöld hjá Röggu því hún Dísa skvísa er að fara aftur til Köben á morgun :(

Um helgina er svo afmæli hjá Söndru sys í Kef. það verður örugglega eitthvað skrautlegt :) Það má allt í víkinni :) Eða svo segja sögur :) Svo á lau kíkjir maður kannski aðeins á lífið í höfuðborginni.. hef ekki farið á djamm í 101 síðan ég veit ekki hvað.. að undanteknu Queenz-djammið í des þegar ég fór ekki inn á neinn stað.. þannig að það telst ekki með !! Er búin að vera í Kef síðan í gær.. rosa gott að hlaða á sig smá mat á hótel mömmu :) Við Sandra horfðum á Golden Globe í nótt.. hvað er málið með þessa stjörnur.. það var varla kona þarna sem vó meira en 600grömm !! hvað er það.. En nóg var að hönkum... Depp-arinn alltaf sætur.. Clooney geggjað sexy silfur-refur.. Jamie Foxx heitur.. úff hvað ég hefði verið til í að vera þarna í borg englanna !!

En jæja ætla að fara að koma mér í borgina og gera mig sæta fyrir kvöldið...