Anna Ósk
Anna Ósk
They say I´m crazy.. I really don´t care ;)
miðvikudagur, mars 31, 2004
O man.. hvað ég vildi að ég væri í mömmu sporum núna.. tjellan er bara í Baltimore að versla :) :) Ekki slæmt það.. í staðin er ég bara heima í snjónum :) :) Kíkti í Keflavíkina í gær til að láta konuna fá smá innkaupalista og til að smella á hana einum farvel kossi :) Vá hvað líf mitt er eitthvað innihaldsríkt þessa dagana.. eða ekki !! Hef ekkert að segja.. það er samt fullt að hlakka til... saumó verður haldinn bráðlega... aðalspartý er á döfinni... og svo fæ ég vonandi páskaegg frá múttu og pápa :) :) mmmmm....
mánudagur, mars 29, 2004
Jæja jæja... voðalega er maður búinn að vera latur að henda inn pistlum hér !!!

Vikan var bara eins og allar aðrar vikur... skóli og vinna !!! Fór reyndar í Kef á miðvikudaginn... kíkti í bíó mér Söndru og Ingibjörgu Ósk... fórum á Starsky and Hutch :) ágætis skemmtun !!!

Á föstudaginn fór ég á mjög skemmtilega tónleika... já ég er svo rosalega menningarleg :) :) Þetta voru einhverjir Jazztónleikar á Hótel Borg.. rosalega skemmtileg.. 2 íslenskar hljómsveitir og 1 dönsk sýndu snilli sína.. rosa flott :) :)

Var svo að vinna á laugardaginn.. tók svo þá dramatísku ákvörðum að kaupa mér hvítvín til að drekka í partýinu hjá Stebbu... úff.. þeim sem þykja vænt um mig, nenniði að minna mig á að ég MÁ ekki drekka hvítvín !! :) Á no time dreyttist ég úr svaka hressu partýdýri á dramadrottningu dauðans !! Þetta er sko ekkert grín en Hjördís greyið sem var svo góð að hanga með mér sagði að ég hefði nú verið dáldið fyndin :) :) En allavega þá vorum við (ég, stebba, ragga, ásdís, ingvar, hannes, steini, jóhanna, kiddi og beggi) að sötra heima hjá Stebbu&Ingvari... geðveikt gaman... svo fórum ég, Stebba og Ásdís niður á Vegamót að hitta Hjördísi !! Geggjuð stemmning þar.. Stebba og Ásdís fóru reyndar á Sólon held ég þannig að ég og Hjödda vorum þarna að dramast eitthvað !!! Ég endaði svo kvöldið á Felix og svo var það bara taxi heim í hafnarfjörðinn !!! Vaknaði svo á sunnudagsmorguninn kl.11 í öllu djammdressinu.. öfug í rúminu.. ofan á sænginni.. gaman af mér !!! :) Vona að enginn hafi hlotið skaða á að hitta mig þetta kvöld... hahahaha... kæmi mér samt ekki á óvart :) :) en takk samt allir fyrir kvöldið.. dramatískt en mjög skemmtilegt !!!

Gærdeginum eyddi ég svo uppi í sófa.. rosa gott :) :)
miðvikudagur, mars 24, 2004
Úff... mikið að gera hjá mér í skólanum.. er búin að vera að stela myndum frá Beggu minni... og setja í mitt albúm :) :) góður !!
mánudagur, mars 22, 2004
Obbobobb...
Helgin mín var nú aldeilis önnur er ég bjóst við... Þurfti að skipta um helgi í vinnunni.. þannig að ég verð að vinna næsta laugardag !! En ég ætla nú að byrja á byrjuninni...

Á föstudaginn ætlaði ég nú aldeilis að hafa það gott með imbanum.. tók mér spólu.. keypti smá nammi.. og svo var pöntuð pizza á Domino´s :) :) var nýkomin heim úr vinnunni og var rosa spennt að bíða eftir delivery gaurnum... þá fæ ég sms frá Berglindi "ég, Hildur, Ester, Auður og Baddi erum í vísó.. viltu koma og hitta okkur á eftir?" úff... stór freisting !! ég var samt ekki alveg á því að fórna þessu kósý kvöldi mínu.. en eftir smá umhugsun ákvað ég að slá til.. það er nú ekki oft sem maður hittir þetta "aðals"fólk !!! Henti mér í sturtu.. át eina slice.. tróð mér í djammgallann.. setti upp andlit.. svo var það bara skrækó niður í bæ.. og í eitthvað game á Frakkastígnum !! Kvöldið var mjög skemmtilegt... byrjuðum á kosningavöku HR... þar sem ég hitti hana Röggu mína mjög svo hressa :) svo var það lögfræðidjamm HÍ.. svo Hverfis.. þar hittum við allt Hænugengið í svaka fíling.. svo var það Sólon.. og loks Vegamót.. þá vorum við alveg búin á því og haldið heim !!! Takk allir fyrir frábært kvöld :) :)

Jæja þar sem ég var í fríi á laugardaginn var farið í smá bæjarráp... Sandra og Alda komu að sækja mig og við kíktum í Smáralindina.. fórum svo að hitta Nínu á Laugarveginum.. hún gaf mér nýja Craig David diskinn... takk dúllan mín :)Hittum líka Henna, Sollu og krakkana... og svo mömmu og pabba... víííí... gaman :) svo fóru allir í Kringluna og það var smá fjölskyldu-hittingur á Hard Rock :) :) Jæja svo var haldið í keflavíkina... kvöldinu slegið upp í smá kæruleysi... ég, Sandra og Ingibjörg kíktum í smá "teiti" og svo á Duus.. og loks á Casino.. hellíti skemmtilegt það !!!

Í gær var það svo fermingaveisla hjá Thelmu frænku... hún er nú orðin meiri skvísan :) :) ótrúlegt að ég hafi verið að passa hana !! Fór svo í mat til Gauju.. namm namm.. svo að passa hjá stóra bro...

vikan framundan.. vonandi verður áfram svona gott veður.. hvernig væri það ??
...
sunnudagur, mars 21, 2004
Úfff... busy helgi að baki og ég nenni ekki að blogga :( set inn pistil á morgun !!
laugardagur, mars 20, 2004
sneakers
Sneakers- funny, laid-back, and goofy, you love to
make people laugh and have a good time. You
enjoy comfort and don't care to much about what
people think of you. You like to hang out with
your buddies and just have a good time. [please
vote! thank you! :)]


What Kind of Shoe Are You?
brought to you by Quizilla
föstudagur, mars 19, 2004
Jibbí.. það er komin helgi :) :)

Vildi óska þess að ég væri komin í frí en ég er víst að vinna á morgun :/ Það er samt alveg ágætt.. fullt af skemmtilegu fólki á röltinu :) :) Annars er ekki mikið að gerast þessa dagana... Stebba mín er voða dugleg að koma og heimsækja mig.. sem er rosa gaman ;) Takk fyrir nammið á miðvikudaginn :) :) hehehe... ummm !! Helgin verður örugglega bara róleg.. lofa samt engu.. það virðist sem einhver hafi gefið mér einhverja djamm-sprautu í rassinn.. alltaf til í eitthvað tjútt :) :) Ég er alveg farin að hlakka til að komast í smá páskafrí.. fá gott að borða og svo má nú ekki gleyma páskaegginu.. vona að einhver verði svo góður að gefa mér eitt egg :) Þórhildur gaf mér eitt svona lítið egg um daginn og ég var svo svakalega ánægð með málsháttinn.. en hann var svo hljóðandi.. uuu.. demit ég man hann ekki :) en hann var eitthvað um að ástarhugar rata saman :) :) ekki slæmt það svo fékk ég annað egg um daginnog þá kom líka eitthvað svona um ástina í því eggi !! :) Kannski er þetta merki um að það sé eitthvað að fara að rofa til í mínum ástarmálum... humm.. hvað haldiði ??? :)
...
þriðjudagur, mars 16, 2004
Halló halló...
Var að henda inn nokkrum nýjum myndum í -myndir III- :) :) dáldið skemmtilegt ;)
laugardagur, mars 13, 2004
arg... ég er alveg að verða geðveik hérna.. helv.. hotmail er ekki að virka :( :( Loksins þegar mar kemur í víkina og ætlar aðeins að kíkja á msn þá bara "nei nei, vertu úti" :/ ekki boðlegt !!

Í gær eftir vinnu kom Stebba að sækja mig... kíktum aðeins í Smáralindina... náðum svo í Ingvar og fórum að eta á Hróa hött !! Svo lá leiðin í Ljósalindina þar sem okkar beið pökkuð sjónvarpsdagskrá :) Vorum reyndar dáldið uppteknar af tölvustússi og vorum líka ekki mjög sáttar við að Svænsúpen var ekki í boði :( phuhuhuhu... Stebba var síðan svo góð að skutla mér hjem.. þar tók við besti svefn í langan tíma !!!!
föstudagur, mars 12, 2004
Hvaða stælar eru þetta að vera að sprengja upp Spán ?? Við sem erum að deyja úr spenningi... bara 140 dagar í brottför.. þá er líka eins gott að þessir drulludelar láti Spán vera !!! Mættu allir vera dauðir mín vegna !! :/

Annars er allt gott að frátta bara... nema.. "FER ÞESSI RIGNING EKKI AÐ KLÁRAST ÞARNA UPPI ??" er aæveg að falla á mætingu í skólanum.. það er nebbla takmarkað hvað maður leggur mikið á sig til að mæta !! :) :) Labbaði í skólann á mánudaginn... og OMG.. gerði ekki annað en að missa andann.. fékk örugglega vott af súrefnisskoti upp í heila og þess vegna er ég eins og ég er !! ;)

Helgin er enn alveg óráðin.. örugglega bara rólegheit !! Maður verður nú stundum að hvíla sig :) hehehe... Það er náttla Idol/Friends/Svínasúpu kvöld hjá Stebbu í kvöld :) :) hlakka svo mikið til ;)
sunnudagur, mars 07, 2004
Jæja.. fullt búið að gerast síðan frá var horfið !!!

Í gær var tekið smá skrans í reykjavíkinni.. ég og Ragga fórum til Önnu Alberts og Öldu að sötra smá :) geggjað gaman.. svo komu Bjössi, Vignir, Nonni og einn annar sem ég man ekki hvað heitir... endalaust bull á þessum vitleysingum "vá hvað þú hefur breyst" :) :) setning sem var sögð ansi oft :) :) hehehe... Unnur kom líka og var svo góða að skutla mér, Önnu og Öldu niður í bæ !! Ætluðum á Felix en vegna "tæknilegra" mistaka varð ekkert úr því og við skunduðum á Sólon.. og vá hvað það var gaman.. dönsuðum í 3 tíma og skemmtum okkur konunglega :) ;) margt fyndið sem gerðist á Sólon.. hittum góða útgáfu af William Hung... bara fyndinn gaur.. einn pínulítill sköllóttur gaur gerðið í því að nudda sér utan í allt og alla... oj :) svo var það bara kebabbinn... sem ég beilaði reyndar á svo taxi tekinn upp á stúdentagarða !!! Takk fyrir frábært kvöld :)

Á fimmtudaginn gerðum ég,Ragga og Stebba okkur smá dagamun og fórum út að borða og á kaffihús !! Brjuðum á Rossopomodoro.. fengum mjög góða pizzu þar.. og rosalega flottur staður líka :) :) Svo tók við klukkutíma rúnntur við leit á bílastæði.. hef nú aldrei lent í öðru eins !! Svo fórum við á Sólon.. sátum þar inni að spjalla.. fengum okkur einn drykk... og bara endalaus skemmtilegheit !! Ég og Stebba komum Röggu smá á óvart.. þegar hún skrapp á pisseríið pöntuðum við handa henni white russian... *surprice* tjellingin eyðilagði reyndar surpricið en Ragga var samt mjög glöð :) :) hehehe.. Takk fyrir FRÁBÆRT kvöld skvísurnar mínar :)

miðvikudagur, mars 03, 2004
VÍ HÍ... minns er að fara til Benedorm í sumar... ligga ligga lái :) :)
Sleppi reyndar Þjóðhátíð fyrir sólina.. það verður að hafa það.. hefði hvort sem er ekki fengið neinn með mér !!!
En semsagt 29júlí til 12 ágúst verð ég að baka mig í sólinni !!! :) :) Er alveg að springa úr spenningi !!! AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA.....
ég er að TRYLLAST !! :) :)

já og gleymdi nú að taka það fram að ferðafélagar mínir í þessari ferð verða mín ástkæra "litla" systir.. Ingibjörg Erla og Ingibjörg Ósk

best að fara í megun !!
..
Jæja... kominn tími á blogg...

Ekki mikið í gangi nema vinna... og smá skóli...

Helgin var fín... laugardagurinn fór reyndar bara í afslöppun..

eeen á föstudaginn var sannkallað "surprice"djamm :) ég elska "surprice" :) :) Við Sandra of Ingibjörg vorum heima að glápa á Idol og Svínasúpuna.. þessi "sveppasúpa" er algjör snilld !!! Við vældum alveg úr hlátri :) Ég hlakka líka þokkalega til að sjá TVÍHÖFÐI- skrípóið á morgun !! Þegar Inga fór svo heim að lúlla tókum við systurnar upp bjórinn og sötrið hófst !! Ótrúlegt hvað við getum skemmt okkur vel þó svo að við séum bara tvær :) :) Jói frændi og vinir hans komu svo og skutluðu okkur niður á Zetuna... Dj.Crystal a.k.a Stjáni mágur :) var að spila... reyndar vorum við bara tvær mættar á svæðið... en eins og fyrr skemmtum við okkur nokkuð vel.. fengum endalaust af óskalögum.. blacklight.. reyk og alles :) :) jæja röltum svo yfir á Duus... þar var alveg troðið eins og alltaf... tókum nettann dans með honum Einari (Halla fyrrverandi Söndru pabbi) allsvakalegir snúningar þar á ferð !! Svo eignuðumst við nokkra nýja vini... og eina konu líka :) :) En það rættist líka svona vel úr kvöldinu.. sumir nenntu reyndar ekki á Casino með mér þannig að við hittum Stjána, keyptum okkur að spise og svo röltum við heim !! Nokkur "stunt" voru tekin á leiðinni.. Ég (sem var á pinnahælum) var mönuð af Stjána til að labba á grindverki og ef ég mundi geta það fengji ég 500kall... og haldiði að þrjóskan í mér hafi beilað á því... neee... ég klifraði upp á þetta örugglega einn og fjörtíu metra háa grindverk og labbaði út á enda... og fékk minn 500kall :) :) Svo var Sandra líka mönuð í að valhoppa upp alla kirkjugarðsbrekkuna... hahahaha og hún gerði það en fékk því miður engann 500kall :) :) snilldarkvöld þetta... takk Sandra og Stjáni...