Anna Ósk
Anna Ósk
They say I´m crazy.. I really don´t care ;)
fimmtudagur, september 30, 2004
2 tímar í helgarfrí :)

..og svo er viðburðarík helgi framundan !! Mar byrjar á að fara í smá hársnyrtingu í fyrramálið (ekki veitir af) svo er það bara óvissuferð með flotta og fallega fólkinu hjá Hertz :) Ferðinni er heitið eitthvað upp á fjöll og meira fær maður ekki að vita !! Það verður örugglega mikið trallað. Svo verður komið heim seinnipartinn á þá tekur strax við næsta skrall.. veit ekki hver þetta endar allt saman :) Annars er bara búið að vera að vinna og svo var kíkt í einn kaldann á sunnudaginn og mánudaginn... hver veit hvað skeður íkvell ;) muhahahaha....
föstudagur, september 24, 2004
"hún á afmæli í dag...
hún á afmæli í dag...
hún á afmæli hún Stebba..
hún á afmæli í dag..
víííííííí...."

Elsku Stebba mín.. til hamingju með daginn :) kossar og knús
þriðjudagur, september 21, 2004
Kominn tími á blogg.. eða hvað ??

Búin að vera voða dugleg að vinna.. og líka djamma :) :) Síðasta helgi vaar náttla bara snilld !!! Á fös var smá óvænt djamm hjá mér, Ingu og JP.. ætluðum ða kíkja í einn bjór en það endaði víst í aðeins fleirri ;) Fórum á Hverfis og sátum þar í góðum gír þar til sumir gátu varla staðið í lappirnar og þá var haldið heim !! Ég var nú samt aðeins lengur en hjónin og var í góðum gír með einhverju fólki sem ég þekkji ekki neitt... gaman af mér !!

Á lau var svo innflutningspartý hjá Röggu og Steina.. það var eitt það skemmtilegasta partý sem ég hef farið í lengi !! Gítar og fínerií :) :) Endalaust drukkið, sungið og fíflast !! Svo fóru flestir á Niður í bæ en við Stebba enduðum einhvernvegin bara 2 á Hvebbanum !! Geggjað gaman en svo fór Stebban heim og Annan ekki alveg til í að hætta.. ég var þarna á röltinu og alltaf að finna mér nýtt og nýtt fólk til að djamma með !! Takk Hildur, Ester og co fyrir að hafa mig í eftirdragi :) muhahahaha.. fann svo Boga og Gumma og endaði með þeim og einhverjum 2 stelpum í eftirpartý og rugli :) :) en vangefið skemmtilegt kvöld.. Thanx allir :)

Avo er það bara work núna og svo vonandi afslöppun á morgun og hinn... ekki veitir af eftir svona helgi !!
miðvikudagur, september 15, 2004
Komin með vinnu...

vííí... þeir hjá Hertz voru svo góðir að ráða mig í vinnu hjá sér í afgreiðslunni :) :) mér líst líka alveg rosalega vel á þetta... dagurinn í dag er minn fjórði... og þetta er allt að koma hjá mér !!! En fyrir utan það að vera að vinna er ég ekki búin að vera að gera mjög mikið... bara ræktin og tv :) Ég og Nína erum búnar að vera voða duglegar að mæta í ræktina og þetta er alveg helv.. skemmtilegt !!! Svo er það djamm á lau... innflutningspartý hjá Röggu og Steina.. ví ví :) :)

Annars ekkert að frétta...
þriðjudagur, september 07, 2004
Jæja... er þá ekki komin djammpása ?? mar smyr sig :) :)

Þessi helgi var náttla bara snilld...

á fös var singstar-partýið.. jiiii... hvað það var gaman :) við bókstaflega slógumst um míkrafóninn :) muhahaha... endalaust gaman.. Ragga hlaut titilinn singstar-meistarinn ;) heppin.. Eitthvað var ég ósátt við gang málana þegar líða tók á nóttina.. en allt endaði þó vel og ég vona að enginn erfi þetta litla "snapp" við mig :) :) hehehe já mar heitir ekki miss crazy fyrir ekki neitt !! Kíktum á Hvebbann en hann var ekki alveg að standa undir væntingum þetta kvöldið þannig að gengið hélt heim á leið um 3 leytið !!!

á lau var svo brunað í keflavíkina... þar beið manns rosa skemmtun :) fórum á þessa líka flottu flugeldasýningu og svo í brjálað partý í skúrnum hjá Söndu og Öldu :) þar sem allir skemmtu sér allt of vel :) :) einnig kom það vel í ljós að við systkynin erum öll eins... athygglissjúk út í gegn !!! allavega í glasi :) það á eftir að koma betur í ljós þegar ég skelli myndunum á síðuna !! Jæja svo lá leiðinn á Traffic.. allt troðið af "ekki íslendingum" en rosa stemmning !! Jæja svo ákváðum við Nína að stinga af og kíkja í partý til Fjólu og Haffa... þar var sko stemmning í lagi... sungum eyjalög.. og hár-lög.. mjög gaman !!! fengum svo far heim.. þar sem pabbi fór á kosum :) :) svo fórum við aftur á Traffic... og þar var djammað fram á morgun !!!

vinsælustu frasar kvöldsins voru :
"Mac, góðan daginn"
"hip hop kanamella"
"neiiii... hææææ..."
föstudagur, september 03, 2004
var að setja inn link á okkur skvísurnar... endilega kíkjið á það :) :)
La la la la la la la la laaaaa.... do re mí fa.... la la la la la la la la la....

Bara að eins að hita röddina upp fyrir kvöldið :) :) loksins er komið að Sing-star partýinu sem allir eru búnir að bíða svo lengi eftir !!!

Ég get ekki beðið...

Ég hlakka svo til...

-að slátra fullt af áfengi...
-að vita ekki hvað ég heiti...
-að slæda niður í bæ...
-að hitta hvebbann minn aftur...

muhahahaha...