Anna Ósk
Anna Ósk
They say I´m crazy.. I really don´t care ;)
sunnudagur, júní 27, 2004
Ekki var hún nú lengi að líða þessi blessaða helgi !! Eftir 35 mínútur er ég komin í 2 daga frí.. vííííí... getur sólin ekki farið að láta sjá sig svo maður getir farið og legið í pottunum eða gert eitthvað sniðugt !!! :) Annars hef ég ekki átt svona rólega helgi í langan tíma... bara unnið á daginn og sjónvarpsgláp á kvöldin.. alveg næs :) En svo verður vonandi farið eitthvað um næstu helgi.. er allavega komin með Söndru og Öldu með mér í lið :) Jæja ætla að fara blaðra við Birnu mína...
föstudagur, júní 25, 2004
Nenni ekki...

Já ég nenni ekki að vinna um helgina... eyddi frídögunum mínum í að vera lasin heima... ekki spennandi það !! En er komin á flug núna og er að plana smá road trip næstu helgi :) :) víííí... gaman !!! Eins gott að það verði gott veður... en ég hjólaði í vinnuna í morgun og mætti hér eins og blautur sokkur.. ekki mjög spennandi !! :( Annars er ég alveg til í að elta bara sólina þó að Akureyri heilli mest !!! ;)

L8er..
mánudagur, júní 21, 2004
Jæja jæja... þá er maður orðinn hálffimmtugur :) :)

Geggjað veður og minns á ammli í dag... sit ég úti í sólinni með kaldann á kantinum... nei, ég er að vinna
:( :( ekki gaman !!

En gleðihelgin stóð nú aldeilis undir nafni... bara endalaus gleði :)
Á föstudaginn var kíkt í búðir með múttu, Nínu og Söndru.. mjög skemmtileg búðarferð.. þar sem sumir eyddu meira en aðrir :) :)
Um kvöldið komu svo Inga og Sandra til mín.. og Stebba smá líka.. fengum okkur nokkra kalda og kíktum niður í bæ.. bærinn var reyndar steindauður en við skemmtum okkur samt sem áður mjög vel :) :) Hittum líka öll húsgögnin á Hverfis ;)

Á laugardaginn var svo bara tjill og batteríin hlaðin fyrir kvöldið.. um 8 fór fólkið að streyma í teitið... þvílíkt skemmtilegt að fá svona marga :) :) Allir í rosa góðum gír og kvöldið var hið skemmtilegasta... Fórum svo niður í bæ... kíktum á Hverfis og Hressó.. en ég held að mesta stemmningin hafi verið úti á götu, því veðrið var svo gott :) :)

Elsku Sandra, Ragga, Stebba, Ingibjörg Erla, Tinna Ösp, Ingibjörg Ósk, Tinna Rós, Berglind, Eva, Kiddi, Helgi, Halli, Gunni, Matti, Örvar, Gréta og Þorsteinn.. takk fyrir frábært kvöld :) :) Og allir hinir líka fyrir pakka, kossa og hamingjuóskir ;)

Í gær var svo grillveisla hjá m&p í Kef.. hele familien var mætt og ekki skemmdi hvað það var gott veður...

En allavega þá var þetta frábær helgi... og nú tekur við enn meiri gleði :) út að borða og bíó í kvell :) :)
fimmtudagur, júní 17, 2004
Hæ hó jibbí jei og jibbí jei... það er kominn 17 júní !! :) gleðilegann þjóðhátíðardag :) :) Minn dagur er ekkert svo gleðilegur... sit í vinnunni og læt mér leiðast.. horfi á sólskinið (og rokið) út um gluggann... prúðbúið fólk á leið í bæinn.. allir með bros á vör !! vá ain´t that a pretty picture :) :) MÖÖÖÖK....

Í gær kíktum við Inga aðeins á Hvebbann.. ekki mikið líf fyrst um sinn en allt í einu fylltist staðurinn.. lentum í því að einhver leiðindagaur settist hjá okkur og var að gera hosur sínar grænar fyrir okkur... gekk ekki mjög vel.. "ertu falleg?" "er erfitt að vera myndarleg?" góðar línur sem gaukurinn notaði :) :) eina svarið sem hann fékk var "ertu vankaður?" muhahahaha....

Jæja styttist óðum í ammlið mitt... o men.. trúi því ekki hvað ég er orðin GÖMUL.. ætlum að hafa smá teiti í kribbinu á lau.. svo verður skundað niður í bæ !! gaman gaman :) ;) en jæja ætla að fara að fá mér eitthvað að snæða !!
l8er

You are going to Marry Josh Hartnett. He is really
shy, but don't let that fool you. He is really
outgoing and sweet with those he loves and will
be loyal to them for the rest of his life.
Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (14 choices now!!)
brought to you by Quizilla

Not bad ;)
miðvikudagur, júní 16, 2004

Finally finally er gengið búið að stimpla sig inn á hverfis.is :) :)
þótt fyrr hefði verið... glæsilegar ha ??
laugardagur, júní 12, 2004
MÖÖÖÖÖK...
nennir einhver að koma og tala við mig á msn... anybody.. hehehe.. já mér leiðist.. ekki gaman að hanga í vinnunni ósofin og mygluð :( já ef ég vissi ekki betur þá héldi ég að ég væri hottest chick in town.. svo mikið pípti síminn í nótt... hahaha... ég er svo fyndin að það hálfa væri hellingur :) :)
mér langar í súkkulaði...
súkkulaði, súkkulaði,
súkkulaði hæna...
vá... bjargið mér úr þessu búri... ahhhhh...
föstudagur, júní 11, 2004
Fyrsta vinnuhelgin mín... jibbí :) :)
Ég er sko alveg sátt við að vinna aðra hvora helgi þegar maður fær svona frí í miðri viku... bara næs !! Fór í gær í Laugardalslaugina... og flatmagaði þar með Nínu sys.. svo röltum við Laugarveginn og keyptum ís og sonna :) :) Og núna á ég eila engann pening til að lifa út mánuðinn... en hvað geri ég þá.. kaupi mér dvd-myndir fyrir 5000kall :) sniðug ég !!! En ég sé fram á frekar rólega helgi.. allavega miðað við síðustu helgar.. en það er líka bara ágætt..
Góða helgi !!!!
miðvikudagur, júní 09, 2004
Þá er maður mættur í víkina... annan daginn í röð.. fór í Bláa lónið í dag.. dem hvað það var næs !!! Fór og hitti Söndru, Öldu, Jónu og Ingibjörgu Ósk.. lágum bara að sóla okkur í góða veðrinu :) algjör snilld !!! Svo var tekinn smá ísrúnntur.. það má !! En núna er ég að spá í að skella mér bara aftur í bæinn því allt fólkið sem ég ætlaði að heimsækja.. tja.. það er bara ekki heima.. hvaða stælar eru það ??? Svo er ég að vinna alla helgina, sem mér finnst ekkert mjög spennandi því Inga pinga ætlar að hafa afmælisdjamm :( puhuhu...
jæja hætt að bulla
OUT..
mánudagur, júní 07, 2004
úff... mar er bara eftir sig eftir svona helgi :)
já þessi var sko tekin með trompi.. eins og svo margar aðrar !!

Á föstudaginn var smá vinnuskrall... byrjuðum á Tapas barnum.. ég, Nína, Haseem og svo komu Kartín og Valgerður síðar og join-uðu !!! umm... mjög gott að borða og runnu nokkrir drykkir vel niður ;) smakkaði þarna í fyrsta skipti Mojito :) namm namm... jæja svo fórum við ölla upp á hótel í smá kokteil :) allir orðnir vel íðí... þá var haldið á Thorvaldsen.. ekki alveg staður að mínu skapi.. ennn tókum smá snúning þar.. röltum svo yfir á Mojito.. dáldið flottur staður.. annar snúningur tekinn þar og drukkið aðeins meira :) svo röltum við inn á Pravda.. svo var haldið á mitt annað heimili þessa dagana.. HVERFIS :) :) þar var dansað, spjallað og drukkið aðeins meira :) hahaha... þarna var maður nú orðinn ansi skrautlegur :) sem var bara gaman :) hitti Söndru og Ingu og við vorum þarna til að vera hálf fimm.. þá var maður alveg búinn á því !!

Á lau var heilsan mín ekki upp á það besta.. hún var eila bara hreinasta helvíti.. var ekki búin að jafna mig fyrr en eftir kvöldmat... oj oj.. Sandra og Ingibjörg komu svo til mín og líka Stebba.. náði að koma niður einum bjór.. svo var haldið á Hvebbann.. sátum bara á spjallinu allt kvöldið.. hellíti skemmtilegt alveg :) :) en það var bara farið snemma heim !!!

Í gær var svo bara dugnaður dauðans... ég, Nína og Sigurbjörn fórum upp í hús um 1 leitið og vorum þar að vinna (ég að skafa spýtur) til að verða 6 :) já þetta kallar maður sko dugnar :) :) enda var ég alveg búin á því í gærkvöldi og komin upp í rúm fyryr 11 :) en mjög skemmtileg helgi.. svo er bara work næstu helgi :(
fimmtudagur, júní 03, 2004
10 mínútur í helgarfrí... víhí... allir út í sólina :) :)

GÓÐA HELGI ALLIR :)
GUESS WHAT !!!!
haldiði að ég hafi ekki séð hann Dabba okkar Odds áðan.. svo sætur að labba á Ingólfstorgi með ís :) :)
ví ví... þá er maður byrjaður að vinna í nýju vinnunni :) Líst rosa vel á þetta allt saman !!! Annar dagurinn minn er í dag og svo er ég komin í helgarfrí.. skibbí :) Það verður örugglega brallað eitthvað skemmtilegt.. allavega er ég að fara út að borða með nýju vinnunni á morgun og svo kannski eitthvað pöbbarölt ;) það má !! Eftir vinnu í gær fór ég með Nínu og Sigurbirni upp í "húsið" þeirra að skafa spýtur... og úff... vorum alveg asskotidugleg... og BINGÓ-vöðvinn minn á hægri er nú alveg orðinn stinnur og fínn.. verst að sá vinstri er alveg slakur :) muhahahaha...

En ég gleymdi nú alveg að segja frá skemmtilegu heimsókn minni til Fjólu og co á mánudaginn... það var nú örugglega fyndið að sjá á mér svipinn þegar útidyrahurðin opnaðist... því þar stóð engin önnur en BIRNA.. mætt óvænt á klakann... ég var ekkert smá hissa.. en það var alveg æðislegt að sjá allar.. Fjólu, Birnu og prinsessuna Hildi Björg :) :)