Anna Ósk
Anna Ósk
They say I´m crazy.. I really don´t care ;)
föstudagur, ágúst 29, 2003
Komin helgi...
skóladagurinn í dag var nú stuttur.. og þrælskemmtilegur !! :) Þegar í mætti í morgun í kortateikningu (fyrsta tímann minn í því fagi) þá beið borðið mitt (borðið sem ég sat á 20 tíma á viku á síðustu önn) eftir mér... og á borðinu var miði "ANNA Á ÞETTA BORÐ" hehehe.. bara fyndið.. ég var víst búin að vera eitthvað að frekjast um að það væri eins gott að ég fengi boðið mitt aftur !!! :) :) Gott að vera "ákveðinn" stundum !!!
En eftir skóla fórum við Sandra aðeins í Smáralindina voum bara aðeins að skoða og versla pínu... eyðsla=1290kr. fóum svo niður í bæ í Litaland... þar fær maður allt fyrir okkar fög í skólanum... keypti mér stroklegur og vatnslitamöppu... eyðsla=1200kr. svo lá leiðin á Laugarveginn... "duttum" inn í Sautján... keyptum okkur báðar bol... eyðsla=2990kr. Svo var bara brunað suður og samið við bankann... hehehe :) :)
Samtals eyðsla=5480 +eitthvað smotterí :) :) ekki slæmt...
Fórum svo kl.18 að kaupa miða á Sálarballið á morgun :) jibbí... Það var strax komin röð... allir að kaupa sér miða !! Við Stebba erum að spá í að kíkja á kaffihús í kvöld... kannski einn kaldan... svo á morgun verður sko stuð... Birgir kemur kl.18 og svo er það bara djammið fram á rauða nótt !!! :)
fimmtudagur, ágúst 28, 2003
Úff... maður er nú bara alveg búinn eftir þennan dag !! Var í skólanum frá 8-5.. sem var reyndar alveg allt í lagi... frekar mikið tjill eitthvað !! Svo eftir skóla þurfum við að sækja Söndru sys upp í Byko... jæja erum á leiðinni suður á Land Cruser-inum hennar Þórhildar... ég, Sandra Jóna María og Tuddsie... jæja, það er rautt ljós...það er rautt ljós... stoppum.. svo bara íííííí... þvíkílt ískur og svo bara BÚMM... fylgdi reyndar "vægt" öskur frá mér í kjölfarið !! Já það var semsagt þrumað aftan á okkur :( aumingja maðurinn... var á oggó litlum Ford KA.. hann endaði líka inní bílnum okkar... ætluðum að fara út í kant... en nei.. bíllinn var pikk fastur aftan á okkur !!! En það sem mestu skiptir er að enginn slasaðist.. dálitlir bakverkir hjá skvísunum.. en vonandi ekkert meira en það !!! Ekki skemmtileg lífsreynsla þetta... varð bara að deila þessu með ykkur !! :) :) Er núna bara í tjillinu hjá Henna bro að passa... ekki mikil átök það... það eru nebbla allir sofnaðir.. þetta er svo vel upp alið hjá þeim hjónakornunum :) :) Er líka alveg dösuð eitthvað... og líka með helv.. harsperrur út um allan líkamann eftir leikfimi í gær... hlakka til að komast upp í rúm..
Góða nótt...
Dísus... er ekki alveg að meika þetta... kem ekki þessu helv.. shout out-i inn á fínu síðuna mína.. :( :( ekki gaman...
jibbí... náðum missioninu !!! Komnar á msn... þvílík lukka !!!! :) :)
Ææ... stendur bara mánudagur á þriðjudags-póstinum !! Humm... undarlegt !! :) :) en ég var allavega ekki í skólanum á sunnudaginn :)
Langur dagur í dag... en þetta er alveg ágætt nema hvað að við Tuddsie getum ekki sett msn-ið inn í þessar helv.. tölvur !! Getum bara sett það inn á 2 ákveðnar tölvur í stofunni.. þannig að við erum komnar með mission.. að ná þessum 2 tölvum á hverjum morgni !!! Maður verður alltaf að hafa eitthvað til að stefna að.. eþaggi ?? :) :) hehehe...
mánudagur, ágúst 25, 2003
Jæja... bara búin snemma í dag... í gær var engin smá törn... skóli frá 8-5.. og allt fyrir framan tölvu... það er eins gott að maður fari að venjast þessu ef maður ætlar að vinna við þetta í framtíðinni :) :)
Helgin var hin rólegasta.. var bara í kósý fíling !!! Kíkti á laugardaginn aðeins í bæinn til Nínu sys og Sigurbjarnar... við Nína fórum í Smáralindina, eyddum ENGUM pening... dugleg ég :) :) Sigga kom svo til okkar en þær voru á leiðinni á eitthvað skrall... pöntuðum Nings og þær fengu sér bjór... Sigurbjörn var alveg á flippinu á myndavélinni :) og á nú margar vafasamar myndir af okkur systrunum... muhahaha... :) Ég fór svo bara suður og tók mér spólu... ekki mikið action þar á bæ !!! Það er líka eins gott að það verði meira um að vera næstu helgi ;) hehe...
...
fimmtudagur, ágúst 21, 2003
Jæja... er ekki tími til kominn að blogga smá !!

Sumarið er bara búið og Annan er flutt í Keflavík...
...reyndar bara tímabundið... fæ herbergið 1-2.sept... get varla beðið !!! Fór í dag og pakkaði öllu dótinu mínu niður á Eggertsgötunni tróð því í Yarisinn, svo kom Rúnni frændi og tók rúmið og "gáminn" með fötunum mínum... og nú er semsagt allt dótið mitt komið á Kirkjuveginn.. en ég fæ að hafa íbúðina hennar Nínu sys þangað til að ég flyt !!!

Skólinn byrjaði í gær...
...og það var ekkert hangs fyrsta daginn eins og síðustu annir... nei nei... bara byrjað að kenna á fullum krafti.. hvað er það ?? Fínt samt að hella sér bara út í þetta... allir áfangarnir sem ég var sett í eru í tölvu... jeií... sem mér finnst fínt... ætla samt aðeins að breyta töflunni og taka einn á borði og bæta kannski einum áfanga við... finnst eitthvað svo lítið að vera bara einn dag í viku eftir hádegi !!!!

En já helgin...
...var alveg frábær... þvílík afslöppun og fínerí !!!
...á fös. fór ég í bæinn með Söndru og Öldu... vorum eitthvað að dúllast !! Um 9 kom svo "kallinn minn" ...loksins :) Bara spóla og tjill það kvöldið !! :)
...á laugardaginn þurfti hann svo að fara að vinna aðeins þannig að ég fór í smá bæjarferð með Stebbu og Röggu :) Um kvöldið var svo komið að kveðjupartýinu hennar Beggu !!! Greyið Birgir þurfti að eyða nokkrum klukkutímum með okkur stelpunum þar sem alðalumræðuefnið var sléttujárn... djammbolir... strákar og eitthvað álíka spennandi :) :) hahahaha.... En þegar leið á kvöldið komu svo strákarnir og björguðu greyinu !!! Horfðum á flugeldasýninguna úti á plani á Eggertsgötunni... ágætissýning.. ekkert á við eyjar samt :) hehe... síðan um miðnætti fór fólkið að fara niður í bæ.. í hollum... fórum á Sólon.. þar sem troðningurinn var ekki mönnum bjóðandi !!! Tókum svo bara röltið um miðbæinn og svo var bara haldið heim !!! Takk allir fyrir frábært kvöld !! :)
...á sunnudaginn fórum við á bikarleikinn... ÍBV-Valur... já anna fór á fótboltaleik :) hehe... voða gaman þó svo að ég hafi nú ekkert vit á þessu !!! Fórum svo í mat í Kef og svo í bíó.. Pirates of the Caribbean... dáldið löng en geðveikt góð !!! Mæli með henni !!
... á mánudaginn vöknuðum við snemma og fórum upp í bústað til m&p Birgis... eyddum deginum í þvílíkri afslöppun... bíltúr um sveitina, góður matur, hvítvín og huggulegheit.. kíktum í pottinn eftir matinn... svo bara í háttinn... Frábær dagur... takk fyrir mig :)
...
fimmtudagur, ágúst 14, 2003
Þá er síðasti dagurinn minn í vinnunni búinn... verst að ég þarf að vinna á morgun :) Gerði smá útlitsbreytingar á síðunni... er ekki alveg viss hvort þær voru til hins betra eða ekki !! Nú er ekki nema sólarhringur í hitting... dáldið spennt :) Líka dáldið spennt fyrir menningarnótt... eins gott að það verði ekki 40 vindstig og frost... allt í lagi með smá rigningu en EKKI rok takk !! Best að fara að borða fisk...
...
Úff... síðasti dagurinn minn í vinnunni... liggur við að það komi tár :( búið að vera frábært að vera hér í sumar.. hún Anna Lísa í upplýsingamiðstöðinni var svo æðisleg að gefa mér smá kveðjugjöf.. svona spegil til að hafa í veskinu.. takk :) Trúi ekki að sumarið sé að verða búið... og skólinn að byrja !!!
Kíkti aðeins í rvk í gær á milli stubba... var alveg komin með fráhvarfseinkenni :) Kíkti í kribbið bara svona til að athuga hvort allt væri ekki á sínum stað !!! Jú jú allt á sínum stað... og Beggan meirasegja heima :) vakti hana í smá spjall og brunaði svo aftur suður !! Keyrði reyndar aðeins framhjá tilvonandi "húsinu" mínu :) jú jú pínulítið... hehehe :) en alveg kósý !!
En jæja best að fara heim og taka smá napster.. umm...
L8er
...
þriðjudagur, ágúst 12, 2003
Jæja... þá er þriðjudagurinn alveg að verða búinn... þá er bara miðvikudagur og fimmtudagur... þá er komin helgi og þá verður sko gaman :)
Birgir kemur á fös.kvöldið og svo er bara djamm á menningarnótt :) Annars á planið fyrir helgina eftir að koma betur í ljós á næstu dögum !!
Skólinn byrjar á þriðjudaginn en ég vona samt að ég geti hætt í vinnunni á fös. og þurfi ekki að vinna á mánudaginn !!! Þarf víst að klára að ganga frá leigunn, láninu, græja húsaleigubætur og solleis !!!
Svo er Beggan alveg að fara að yfirgefa mig :( hún fer af landi brott 21.ágúst... held ég... mig hlakkar líka alveg til að fara og heimsækja hana í Danaveldi... þá verður Köben máluð bleik... eins og okkur vinkonunum er einum lagið ;) ;) muhahahaha...
sunnudagur, ágúst 10, 2003
Jæja síðasta vinnuhelgi sumarsins búin.. dísuss hvað þetta er búið að vera fljótt að líða !!! Skólinn byrjar eftir rúma viku... OMG.. hlakka reyndar dáldið mikið til !! Kannski líka af því að ég er búin að fá leigt herbergi í Hafnarfirði sem ég flyt í 1.september !!! Vona að ég geti bara fengið að vera á Eggertsgötunni þangað til !! Annars er ekki mikið búið að gerast síðan í Eyjum... allir í hálfgerðri lægð.. en það þýðir ekkert að slá slöku við.. MENNINGARNÓTT er á laugardaginn... þá verður maður náttla að kíkja á lífið !! Var að tala við Söndru sys... en hún er ásamt Öldu og Ingibjörgu að skemmta sér á Benedorm :) ekki vildi betur til en það að helv.. hundurinn sem á það til að elta okkur vinkonurnar stökk fram hjá þeim.. hehehehe... "who let the dogs out ? woff woff woff woff" ...verðum að fara að temja þetta kvikindi :) :) :)
...
fimmtudagur, ágúst 07, 2003
Jæja núna þýðir ekkert að bíða með þetta lengur...

EYJAFERÐIN fræga....

Jæja á föstudaginn kl.18:00 var loksins komið að þessu... 2 vitleysingar komnir í rútu á vit ævintýranna í Vestmannaeyjum !! :) Hélt reyndar að við mundum ekki lifa rútuferðina af sökum hitamollu... jæja Herjólfur.. ekkert mikið gerðist þar nema Beggan ætlaði að vera svo rosalega sniðug og HOPPA inn á klósettið... gat endað öðruvísi en illa.. Herjólfur tók létta dýfu og Begga flaug inn á klósettið og endaði í klessu bak við klósettið og græddi á þessu nokkra væna marbletti.. og reyndar gott hláturskast líka :) :)
Komnar til eyja.. draslið upp í íbúð.. og drífa sig niður í dal !!! Bókstaflega hlupum niður í dal og vorum mættar á fínum tíma í brennuna :) Þetta kvöldið var mikið dansað.. og skemmt sér konunglega... Begga greyið var slegin og fékk vænan skurð á hökuna... það átti ekki af greyinu að ganga :) Þannig að hún fór heim.. ekki alveg sátt og fengu allir sms frá henni... gn :) muhahaha....

Laugardeginum eyddum við svo í svefnpokunum úti á bletti... í blíðskaparveðri :) Skrölluðum eikkva með krökkunum uppi í íbúð og svo var lagt af stað í dalinn fræga... ég var á einhverri hraðferð og stakk allt gengið af... kom mér svo vel fyrir í brekkunni hjá Ester, Auði og co. og svo einhverjum haug af Grindjánum. Fanna ekki Beggu fyrr en seint og síðar meir... þá skelltum við okkur í heimsókn í Hjarðarholtið... hvíta tjaldið hjá Davíð frænda og fj. Fengum okkur lunda og fullt af öðru "gotteríi" :) fór í picnic by the lake með Birnu og vinkonum hennar þer sem boðið var upp á alls kynns kræsingar.. eins og t.d.kampavín :) umm... Síðan var bara dansað og trallað fram á morgun... Begga lenti aftur í smá riskingum... var drommuð í andlitið og fékk blóðnasir þessi elska :/ ég fór reyndar á undan henni heim og frétti svo að hún hafi gefið með 4 væn spörk þegar hún kom.. "var bara að reyna að vekja þig" :) :)

Sunnudagur.. snilldardagur :) Nennti ekki með genginu í pizzu þannig að ég rölti mér í Vöruval og keypti með flatkökur, skinku og ost.. sem b.t.w. eiga eftir að koma við sögu síðar. Ekki mikil lyst þar á bæ.. Labbaði niður í dal að hitta Svenna, Bjössa og Pétur. Sátum fyrir framan sviðið og hlustuðum á "mis" góðar hljómsveitir. Voða stemmning :) Svenni kynnti mig fyrir manninum mínum... dáldið skemmtileg saga þar :) :) ég og Svenni kíktum upp í íbúð til Begs og félaga... rífandi stemmning þar... Stjáni a.k.a Skeinkan tók sig til og veggfóðraði herbergið okkar Begs með matnum sem ég sagði frá áðan :) :) allgjör snilld.. það koma inn myndir af þessu, vonandi sem fyrst... ef ég finn einhvern sem getur skannað þær inn fyrir mig !! Þetta kvöld var mikið um alls kyns bull í íbúðinni... sem ég ætla ekki nánar út í :) :) innihélt blóð, svita og tár... og ryksugu... hehehe :) Alli fékk nafnið love gúrú.. ég var kótelettan, Begga snípovits... og hinir eikkva álíka sniðugt !! Begga dreyfði út surprice-um úr jólakassa konunnar og allri fóru ánægðir niður í dal :) Þetta var án efa skemmtilegasta kvöldið... ólýsanleg tilfinning að sitja þarna þegar kveikt er á blysunum... 129 kvikindi... váááá... Vorum á einhverju brölti þarna um dalinn ég, Birgir, Begga og maðurinn hennar... en Beggan tók sig til og gifti sig í brekkunni :) :) Klukkan eitt var svo mæting í hvíta tjaldið til foreldra Birgis... þar sem Begga át yfir sig af kjúklingi með salati (lundi með túnfisksalati) Mikið hlegið af örlögum Önnu :) :) :) "sjáðu, við eigum alveg eins bakpoka" hehehe... Sálin stóð fyrir sínu... eins og alltaf !!!

Gullmolar helgarinnar:

...dreifa pósti.. dreifa pósti.. dreifa pósti... og svo beint í funky chicken... (þetta er ástæðan fyrir miklum harðsperrum eftir helgina)
...Hæ, þetta er Anna, konan sem aldrei sefur... (eftir að Begga tók sig til og teiknaði AUGU á AUGNLOKIN á mér)
...Hello mr.Rachel... hello miss Ross... hahahaha... (eftir að við Begga teiknuðum okkur í framan a la Friends)
...við kaupum bara nýtt handa þér !! (orð sem féllu alltaf þegar Anna týndi einhverju)
...ég var kýld, er með blóðnasir, hvar ertu ? (sms-ið frá Beggu á lau.morgun)

Man ekki meira í augnablikinu...