Anna Ósk
Anna Ósk
They say I´m crazy.. I really don´t care ;)
miðvikudagur, janúar 29, 2003
Þá er gamanið búið og leiðinlegasti dagurinn í skólanum framundan... Fimmtudagur.... algjört pain :( Skóli frá 8-5 og það líka raflagnateikning !!!! En það er bót í máli að það kemur föstudagur á eftir fimmtudegi ehaggi ?? :) Þá þarf maður að skella sér í Bónus og versla fyrir saumó... ohhh... ég er svo spennt !! :) Ekki það að mér finnst ekki gaman að þurfa að útbúa eitthvað að snæða handa okkur því eins og flestir vita þá er ég enginn snillingur í eldhúsinu !! ;) En þetta verður vonandi voða gott !! Ég og Þórhildur vorum nú aldeilis duglegar í gærkvöldi... skelltum okkur í 1 og1/2 tíma gönguferð !!! DUGLEGAR :) Vorum að rölta fram hjá Bragavöllunum þegar Þórhildur biður mig að koma að kíkja á eithvað hús sem er til sölu og er tómt.... ég auðvitað varð að sjá almennilega inn í blessað húsið þannig að ég dró hana á alla glugga og bak við í garðinn og alles... held svei mér þá að hún hafi skammast sín fyrir að vera þarna með mér... muhahahaha :) Annars er ekkert skemmtilegt í gangi... Raggi minn ætlar vonandi að hjálpa mér að þrífa Yarisinn í kvöld... hann getur nú alveg splæst smá tíma á vinkonu sína... finnst ykkur það ekki ?? :) jæja... later
mánudagur, janúar 27, 2003


Ég skal alveg kúra upp í sófa hjá honum any time :)
Þá er helgin liðin... alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt !!!! Það verður komið sumar áður en maður veit af :) sem er ekki slæmt ! Helgin hjá mér fór bara í það að liggja í leti og hafa það gott... á föstudaginn kom Ragga til mín og við horfðum á Djúpu... kíktum smá rúnnt og svo var bara farið að sofa !!!! Á laugardaginn (NAMMIDAGUR) fór ég með mömmu í rvk að skutla pabba og brósa í flug til Akureyrar.... pabbi var að versla sér einn bíl og þurfti að fara og sækja gripinn !!! Svo fórum við mæðgurnar í Kringluna.... og vei vei... Anna fékk að fara í nammiland :) Kíktum aðeins í búðir og brunuðum svo bara heim !!! Ragga kom til mín um 9 og við vorum eitthvað að slæpast til miðnættis en þá skellti ég mér bara í háttinn.... hef ekki farið svona snemma að sofa á laugardagskvöldi síðan.... eeee... já ég man ekki einu sinni síðan hvenar !!! Birna hringdi í mig á lau... ekkert smá gaman að heyra í skvísunni !!! Sakna hennar alveg fullt :( Hey það var ekkert smá gaman hjá mér á fös nóttina.... ég skrapp nebbla á Þjóðhátíð í draumnum mínum... svakaleg stemmning !!!! :) Annars var bara fínt í skólanum í dag !!!! Audo-cad... ég er ekki alveg jafn klár og í fyrra... en þetta kemur vonandi allt saman !! :)
miðvikudagur, janúar 22, 2003
Elsku litla sys á ammæli í dag.... TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU SANDRA MÍN.... kossar og knús frá mér og mínum :)


Djö.... er hann huggulegur nýji maðurinn minn :)
mánudagur, janúar 20, 2003
Jæja... þá er dáldið skemmtileg helgi liðin og leiðinlegur mánudagur tekinn við !!!

Í gær skellti ég mér í Rvk... sótti Röggu og við brunuðum upp í Álfabakka þar sem við fórum að sjá 8 MILE.... verð bara að segja að þetta er geggjuð mynd !!!! Mæli eindregið með henni !!! Svo er EMINEM ekkert smá flottur :) Fékk svo gistingu hjá Röggu... gátum nottla ekki hætt að blaðra og ég held að við höfum ekki sofnað fyrr en um 3 eða eikkva !! :( sem varð til þess að það var frekar erfitt að vakna kl.7 !!!!

Á laugardaginn fórum ég, Stebba, Jóna, Ingibjörg og Helga í bæinn... nánar tiltekið í höllina til Begs... þar voru Begga, Ragga og Hjödda !! Allir nema ég og Ragga voru að sturta í sig og voru sumir ansi skrautlegir þetta kvöld !!!! :) Fyndið hvað maður verður vitni að þegar maður er svona edrú !!! :) Um eitt leitið lá leiðin niður á Nasa... Tókum trylltan dans og ég er ekki frá því að ég og Ragga höfum bara verið hressastar og duglegastar á dansgólfinu !!! Hittum fullt af Keflvíkingum (suma eldri en aðra) eins og alltaf... Reunion-gengið var mætt á staðinn og Þórhildur var frekar fyndin og mjög upptekin að spjalla við "góðvinkonu" sína :) hehehe.... Stebba fór á kostum eins og vanalega þegar hún er í glasi... það sem kemur stundum upp úr skvísunni... muhahaha... hún getur alveg drepið mig stundum !!! :) Begga var ekki lengi að láta sig hverfa á Hverfis.... það sama á við um Hjöddu... ég sá hana bara ekkert eftir að við fórum frá Begs... hef lúmskan grun um að hún hafi skellt sér a Vidalín :) humm... er eikkva til í því Hjödda mín ??? :) Þegar búið var að dansa sér rétt á feitri pizzu var brunað á Devito´s... *slef* *slef* bara gott.... svo brunuðum við Stebba heim í víkina !!! Ég framdi nokkur feit sjálfsmorð þetta kvöld... þegar ég kom heim komst ég að því að ég var búin að drepa allavega 7 tær og 1 hæl... ekki alveg boðlegt !!! En hvað gerir maður ekki til að gera verið aðeins meiri pæja... í svaka skvísu skóm :) Frábært kvöld... THANX GIRLS

Á föstudaginn voru bara rólegheit hjá mér... kíkti aðeins til Stebbu þar sen stelpurnar voru að fá sér nokkra kalda !! Skutlaði þeim svo á Duus og fór heim að sofa !!
fimmtudagur, janúar 16, 2003
Jibbí skibbí.... gat loksins lagað síðuna !! Comment dótið er meira segja komið attur !! :) Verði nú dugleg að kommenta !! Begga var að hringja og skvísan er bara mætt í víkina... og við ætlum að skella okkur á Duus !! Hver fann upp á því að hafa skólann frá 8-5.... ekki alveg boðlegt... var alveg löngu komin með hausverk kl.4 !! Ég held bara að það sé verið að reyna að drepa mann !!!! Hey já... ef þið sjáið fulla sardínudós á hjólum þá er þetta bara djamm/skóla kagginn á ferð !! Við erum búin að ná að troða ansi mörgum keflvíkingum í þennan annars netta bíl !!! :) Annars er hefur ekki mikið á mína daga dregið.... vá hvað ég er háfleig !!! Er bara buin að vera í skólanum og svo bara að hanga !!! Man... hvað mig vantar kærasta... eða bara vin, kannski !!! Eða kannski bara hobbý... eins og fara kannski að vera dugleg í ræktinni... er víst komin í smá veðmál... verð að vera orðin svaka kroppur í desember !!! :) hehehe.... Best að koma sér í sturtu... later
OMG... hlakka til að sjá hvort þetta hafi tekist hjá mér !!! Cross my fingers :)
sunnudagur, janúar 12, 2003
Jæja þá er ein mesta tjill helgi ever senn að taka enda !!
Á föstudaginn kíkti ég aðeins með Jónu og Helenu á Duus... alveg troðið og við þurftum meira að segja að bíða eftir borði !!! Ekki alveg boðlegt !! Það var fín stemmning en kannski heldur mikið af könum fyrir minn smekk !! Og svo í lokin var mökkurinn orðinn ansi þéttur, beið bara eftir því að súrefnisgrímurnar dyttu úr loftinu !! :)
Í gær fór ég svo í barnaafmæli til hennar Hildar Rún litlu frænku... Til hamingju með afmælið litla snúllan mín ! Át á mig gat sem varð til þess að mér var hleypt út í hollum... muhahahaha.... smá einkahúmor !!! ;) Ragga mætti svo í víkina og við tókum spólu og höfðum það bara kósý í gærkvöldi !!! horfðum á Killing my softly... mæli með henni !! Svo horfðum við líka á Not another teen movie... meiri vitleysan... samt nokkrir góðir púnktar !!! :) En þetta er semsagt búin að vera róleg helgi og ég er enn í smá drykkjupásu !!! Annað en sumir :)
fimmtudagur, janúar 09, 2003
Jæja þá er ég mætt í tíma í TRT.... sem er víst raflagnateikning í tölvu !!!! Hljómar ekki beint vel en þetta verður vonandi fínt !!! Er búin að vera í hörku samræðum um rafspennu, amper, volt og allt sem tengist þessu !! :) Ég er alveg viss um að Þórhildur á eftir að brillera í þessu :) hehehe... ehaggi Þórhildur ???
miðvikudagur, janúar 08, 2003
Hvað er málið ????
þriðjudagur, janúar 07, 2003
mánudagur, janúar 06, 2003
Fór í dag að sækja stundasrána mína... lítur ágætlega út !!! Vona bara að við getum breytt þannig að ég, Sandra og Þórhildur verðum allar á svipuðum tíma í skólanum. Á þessari önn tek ég tölvuteikningu, vélateikningu, húsateikningu, innréttingateikningu, mannvirkjateikningu og TRT... en é veit ekki alveg hvað það er !!!! Humm spennandi :) hlakka alveg til að sjá hvernig þetta verður !!! Ég, Sandra og Alda skelltum okkur svo í Smáralindina og Kringluna... alltaf eins þegar maður tekur röltið þarna !!! Og vá fólk í þessum verslunum hérna ætti að skammast sín... það tekur mann alveg hálfa öld að reyna að fá einum skitnum hlut skipt... ekkert smá vesen... samt segir þetta fólk alltaf "já, það er ekkert mál að skipta þessu eftir jól" Fuck that... það er bara andsk**** mikið mál !!!!!!! En jæja skóli á morgun... humm dáldið skrítið !! Hlakka samt pínu til !!! Var að fá mail frá Birnu minni... vildi óska þess að ég gæti farið í heimsókn til hennar.... ef það er einhver rrrosalega ríkur að lesa þetta þá má hinn sami alveg splæsa á mig eins og einni ferð til USA :)

Á laugardaginn fóru ég, Ragga og Jóna á ball á Brodway !!! Alveg gaman... tók samt smá panik kast og var eins og versta hneta !!! :) Bara fyndið !! Dönsuðum dáldið mikið og hittum fullt af fólki. Til mikillar lukku fyrir fólkið á ballinu vorum við allar edrú !!! :) muhahahaha.... Þetta var samt alveg kvöld gamalla synda.... bara gaman af því, ehaggi stelpur ?? ;)
föstudagur, janúar 03, 2003
Vá ég held að mér sé að takast að rústa síðunni minni !! Ekki alveg nógu sniðugt !!!
miðvikudagur, janúar 01, 2003
GLEÐILEGT NÝTT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAÐ GAMLA !!!

Jæja þá er gamlárskvöld búið !! Ég var hér heima í gær með fjölskyldunni að borða og horfa á skaupið og solleis... svo rétt eftir miðnætti þá fóru ég, Ragga, Begga og Ingibjörg í bæinn !! Byjuðum heima hjá Beggu... sulluðum í okkur og fórum svo með taxa niður á Astro... máluðum staðinn þokkalega rauðann.. eila samt bleikann held ég og skemmtum okkur þrælvel :) Mér tókst að týna símanum mínum :( En ef einhver hefur fundið silfurgráann nokia 3330 síma endilega látið mig vita.... :) En kvöldið var fínt og án teljandi óhappa :) nokkrir marblettir en ekkert meira !! Damn u bitch ;) u know what i mean !!!!