Anna Ósk
Anna Ósk
They say I´m crazy.. I really don´t care ;)
þriðjudagur, desember 30, 2003
Jæja... þá er árið að verða búið... og Annan farin á hausinn :(

Búin að vera á fullu síðan um jól... reyna að hitta sem flesta... reyna að sofa... djamma smá... borða og bara hafa það gott !!! Í gær hélt Ragga þennan líka svaka fína sumó.. umm.... hvað það vara gott að borða hjá henni ;) *slef* *slef* held reyndar að við höfum allar borðað yfir okkur :) hehe... það má !! Það eru jól ;) vorum bara 6 mættar en skemmtum okkur svona líka þrælveg !!! Já og ekki slæmt eitt... er búin að hafa svaka fínann næturgest hjá mér tvisvar á þremur dögum ;) ekki slæmt það.. Begga mín.. það er voða gott að hafa þig :) híhíhí... vorum að horfa á Idol til 4 í nótt.. ég var alls ekkert þreytt enda búin að sofa mest allan daginn.. umm... svona eiga jólin að vera ;) Sandra var síðan svo góð og náði í Önnuna og Begguna í dag !! Thanx darling :)

Á lau fór ég á djammið með Röggu og Beggu... Þvílkík og önnur eins stemmning hefur ekki sést á stúdentagörðunum síðan í sumar ;) kíktum svo niður í bæ.. fórum á Pravda.. ágætt svo sem... ekkert glimmer :) Hittum Hulk og fleira gott fólk :) :) hahaha... "komdu þarna dúlla" :) :) Svo fór Ragga heim en við Begga ætluðum aldeilis að gera okkur glaðann dag og fara á Devitos... það eru nú jól... en NEI.. það var sko bara lokað á smettið á okkur :( :( hélt að ég mundi fara að gráta... í staðinn fengm við hráa typpahárapizzu á BSÍ... oj það var nú meiri viðbjóðurinn... og greyið Begga... pizzuandskotinn var að gerjast í maganum á henni alla nóttina :) :) já og nota bene... þá löbbuðum við alla leið á Devitos... og björguðum einum manni á leiðinni... hann hafði pissað á bílinn hjá einhverjum gaur sem var að sparka í hausinn á honum.. ekki falleg sjón :s

Á föstudaginn var svo hið fræga annan í jólum-ball í Stapa... Nenni eila ekki að segja frá því.. nema að það var mjög gaman og maður hitti fullt af liði sem maður hefur ekki séð í ár og öld... mjög gaman það... nema að við Begga löbbuðum heim... úff.. þvílík líkamsrækt :) :)
fimmtudagur, desember 25, 2003
Úff... alveg búin að borða yfir mig :) :) búið að vera alveg æðislegt að slappa bara af með fjölskyldunni.. borða góðan mat og svo fullt af gjöfum... takk fyrir mig allir !! :) :) Svo er það bara jólaboð hjá ömmu & afa á morgun... umm.. kökur og heitt súkkulaði.. gerist ekki mikið betra !!!!

Annars er nú dáldið langt síðan maður bloggaði...
Fékk út úr prófunum 17.des og gekk mjög vel... eins gott líka að maður standi sig :) Svo var það afmælið hjá Nínu sys 20.des !!! Það var ekkert smá gaman... ég missti mig alveg í Jell-o skotunum :) ;) umm... það má !! Svo í miðju afmæli þegar Annan var að sýna snilli sína í limbó var dinglað... já og hvað haldiði... Beggan var bara mætt surprice... ég hélt að ég mundi missa mig úr gleði :) Gaman þegar manni er komið svona á óvart !! Svo fórum við á Hverfis og djömmuðum eitthvað fram á nótt !!! Snilldar afmæli hjá henni Nínu minni :) :) takk fyrir mig !
miðvikudagur, desember 24, 2003
Jæja þá eru loksins komin jól... búin að vera í þvílíku jólaskapi síðan í lok nóvember !!


GLEÐILEG JÓL



...
miðvikudagur, desember 17, 2003
Djös... helv... pbase andskoti !!!!! Vill ekki setja inn Danmörku myndirnar mínar !! Ekki sátt við þetta pakk þarna !!!
þriðjudagur, desember 16, 2003
JIBBÍ.... finally búin í prófunum !!!! Er ekki búin að gera neitt mikið síðan þau byrjuðu !!! Fór í afmæli til Nínu sys á laugardaginn... og þar fékk ég rétt á því að sofa hjá besta vini mínum :) :) hehehe... SKO... það var nebbla ein konan sem óskaði mér til hamingju með dótturina... (munið ekki þegar Monicu í Friends var óskað til hamingju með soninn Ross, þá svaf hún hjá Chandler) ..WHAT.. lít ég virkilega út fyrir að eiga þrítuga dóttir ??? Best að fara að nota krukku af hrukkukremi á dag :) :) Ég hló svo mikið að ég var komin með maskara um allt andlit :) og verst að ég á engann besta vin !! :):) DEMIT

En jæja svo er ég næstum búin að flytja lögheimili mitt í Kringluna.. alltaf að reyna að kaupa jólagjafir en ekkert gengur :( Ætla svo að skella mér í Keflavíkina í dag !!!
sunnudagur, desember 14, 2003
Afmælisbarn dagsins : Jóna María :) Til hamingju með afmælið !!!!
laugardagur, desember 13, 2003
Elsku Nína mín... Til lukku með daginn :) kiss kiss
fimmtudagur, desember 11, 2003
Henti inn nýjum djamm-myndum... endilega kíkjið :) :)
mánudagur, desember 08, 2003
humm... enginn hafði samband í sambandi við ísetninguna... sem er reyndar MJÖG gott því þetta er allt liðið hjá og ég er orðin "eðlileg" aftur :) :) Annars er ég bara búin að vera á flakki kef-hfn-rek síðustu daga... tók meira segja strætó í kringluna í gær til að kaupa afmælisgjöf handa múttu minni sem b.t.w. á afmæli í dag... TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN MAMMA MÍN :) kossar og knús til hennar :) :) Ég er núna í kef svo að ég missi ekki af afmælismatnum :) :p umm... Fór í mitt fyrsta próf í dag... víííí... 1 búið 6 eftir !!! Byrjaði á því að tölvuheimasvæðið mitt klikkaði algjörlega þannig að ég gat ekki byrjað prófið fyrr en 40mín á eftir himum.. ekki gott að bæta svona á stressið.. það var nú nóg fyrir :s en þetta gekk nú samt alveg ágætlega !!!! Æi hef eila ekkert að segja, þannig að bara túrillí tú... l8er
..
fimmtudagur, desember 04, 2003
Jæja kominn tími á smá blogg...

búin að vera ekkert smá dugleg í búðarrápi síðustu daga... er reyndar ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf... heldur er ég bara búin að gleðja sjálfa mig :) :) Þvílíkur lúxus að eiga engann kall... bara að hugsa um mig !!! ;) Ég, Sandra og Ingibjög fórum í gær í Smáralindina, Kringluna og Laugarveginn... keypti mér ýkt flottann jakka í kiss og þær keyptu sér geggjaða boli í Dogma... algjörir ROKKARAR :) :) hehehehe.... Ég kom svo með þeim í Kef og fór og heimsótti Fjólu og Hildi litlu skottu... og ef þið voruð að velta fyrir ykkur hvaða hljóð þetta var sem ómaði um bæinn í gær... þá er ekkert að óttast.. þetta var bara hringlið í eggjastokkunum á mér !! :) :) O man hvað ég væri til í eitt kríli !!! Kíkti svo í heimsókn til Þórhildar í um 11 leytið í gærkvöldi... það mætti halda að við hittumst aldrei... kjöftuðum til að verða hálf 2.. þá fékk ég loksins að fara á koddann, mjög gott !!! Svo í dag fór ég í bæinn með mömmu... fórum alveg sama rúnnt og í gær.. hitti svo annan lítinn engil í smáralindinni og þá kom hringlið aftur :) :) þannig að ef það er einhver þarna úti sem er til í að "setja" í mig þá endilega hafðu samband... en ég geri náttla nokkrar kröfur :) :) hahahaha.... en allavega þá eyddi ég alveg fullt af pening í dag líka... ALLT í MIG.. já lífið er gott núna !! :) ÞAð eru líka að koma jól :)

Later..
mánudagur, desember 01, 2003


Veit einhver hvar maður getur fengið svona dýr ???
Æi við skulum nú vera á aðeins skemmtilegri nótum...

GLEÐILEGANN 1.DESEMBER :)

ummm... fyrsta nammið í dagatalinu (ég fæ víst ekkert í dag því græðgin plataði mig til að borða 1.des-nammið í gær) ég verð bara að bíða þangað til á morgun !! :) :)
ARG.... hártoganir og kvíði... prófin eru að koma :(