Anna Ósk
Anna Ósk
They say I´m crazy.. I really don´t care ;)
miðvikudagur, júlí 30, 2003
Djöfulsins BRUSSA get ég alltaf verið... var búin að skrifa helling hérna inn þegar ég ákvað að hlunka mér á upp á stólinn minn, gekk ekki betur en það að ég rak hnéið í tölvuna og slökkti á henni... dísuss !!!

Allavega.. þá gerði ég ekkert mjög mikið í bænum. Í fyrradag komu mamma og Sandra og við fórum í Kringluna... ég er alltaf þar !! Ég gat ekki verslað neitt þar sem búið er að loka VISA-kortinu mínu... ég er reyndar orðin vön... ég næ alltaf að fara yfir heimildina í lok mánaðar !!! Síðan fór ég til Nínu og Sigurbjörns í MAT... umm.. elduðum burritos.. og ég borgaði upp í matinn með því að vaska upp !! Sigurbjörn kom reyndar með þá snilldarhugmynd að þau mundu bara sleppa því að fá sér uppvöskunarvél í nýja húsið og í staðinn mundi ég alltaf koma og vaska upp og fengji að borða í staðinn !! Góð hugmynd !! :) :)

Í gær kom svo Begs í rvk og við kíktum í Kringluna... surprice surprice :) Fórum í uppáhaldsbúðina hennar Beggu.. Tiger... og uppáhaldsbúðina mína... Vínbúðina :) :) þannig að veigarnar fyrir Eyjar eru komnar í hús... JEIÍ :) Fórum svo smá rúnnt og ég gjörsamlega missti mig þegar ég sá geimskip á hjólum... ég sverða að þetta var furðulegasti bíll í geimi... Begga meig næstum í sig af hlátri yfir bílnum og látunum í mér !!! voða sniðugt allt saman !!!

Annað pínu fyndið/sorglegt... ég og Begga vorum að spjalla:
Anna: úff ég er ekki með harðsperrur en ég er dáldið aum í hendinni !
Begga: Nú.. hvað varstu að gera ??
Anna: æi ég var að vaska upp og rífa ost :)
Hummm... kannski kominn tími til að fara að hreyfa sig eikkva !!!!
Vinna 2 daga og svo er það bara EYJAR.... trúi ekki að það sé að koma að þessu !!! Búin að pakka smá og setja "leyni búnaðinn" okkar Beggu í töskuna... fórum í smá leiðangur í dag til að reyna að finna meiri svona búnað en án árangurs... finnum kannski eikkva á fös þegar við förum aftur í bæinna :) ohh... það verður svo gaman !!!
...
laugardagur, júlí 26, 2003
Hvað er að þessu helv.. bloggi... vill ekki birta neinar myndir !!! Annars er ekki mikið að gerast þessa dagana hjá mér !! Kom í kef á fimmtudaginn... beint í háttinn og svo bara vinna !!! Í gær kíkti ég aðeins á Stebbu og fór svo bara snemma að sofa... fékk svo eins og 3 "djamm" hringingar og nokkur sms um nóttina... hefði alveg viljað ver í þeim pakka !!! En var bara farin snemma að lúlla !!! Fór í grill áðan heim til Halla... ég, Sandra, Halli, Alda og Einsi Dan grilluðum okkur burger... ummm... er núna að passa og svo er það bara koddinn !!! Vona svo bara að vikan verði fljót að líða !!! Svo er bara brottför kl.19:30 á fös... EYJAR here we come !!!
...
föstudagur, júlí 25, 2003
Man... hvað ég er alltaf þreytt þegar ég er að vinna !!! Nenni nákvæmlega ekki neinu... Begs var að hringja og reyna að plata mig á Sólon í kvöld.. á eikkva "kvöld" :/ en nei... get ekki hugsað mér að fara meira en meter frá rúminu mínu... um að gera að hlaða batteríin vel fram að eyjum !!! :)

Jæja þá nálgast þessi hátíð sem kennd er við þjóð.... Can´t hardly wait !!! Svona verðum við vinkonurnar sennilega í brekkunni... geðveikt stuð !!!
mánudagur, júlí 21, 2003
Jæja... vöknuðum eldhressar.. já Stebba fann ekki fyrir þynnku !!!! Kíktum aðeins í Smáralindina og á Makkann... svo var bara brunað í Keflavíkina... lá í sólbaði með Söndru.. ekkert smá gott veður !!! Fór svo aftur í bæinn með Röggu, Stebbu og Beggu... Ragga fór í matarboð en við hinar fórum á Eggertsgötuna að taka okkur til !! Svo kom Sigrún Dögg að sækja mig og við vorum heima hjá henni að sötra og rifja upp gamla tíma !!! Ekkert smá gaman að hittast svona... því miður komst Áslaug ekki en hún verður bara með næst !!! Nokkuð mörgum glösum seinna ákváðum við drífa okkur niður í bæ... restin af áfenginu var tekið með í flösku og var það víst VEL sterkt Fórum á Vegamót... þar var dansinn tekinn og kortið notað óspart !! Svei mér þá... ég held að ég þurfi að skella mér á svona anger management námskeið... það brýst alltaf út einhver brjálæðingur í mér þegar ég fæ mér í glas þessa dagana !!! Sturtaði heilu glasi yfir einn sem rakst í mig og sló einn með jakkanum mínu... alveg brjáluð !!! Vorum orðnar vel svartar... en skemmtum okkur geðveikt vel... Begga hringdi í mig og sagðist ætla að sækja okkur... svo þegar hún var að bíða í röðinni á Vegamót sér hún okkur 2 koma rúllandi út... bara fyndið !! Tókum smá rölt um miðbæinn og spjölluðum við helling af fólki.... svo fann ég einhverja "skiptinema" til að skutla okkur Beggu heim... Massa skemmtilegt kvöld... takk takk !!! Get ekki sagt að sunnudagurinn hafi verið skemmtilegur... vaknaði kl.hálf 12 oná sænginni og enn í djammgallanum... svo voru timburmenn dauðans að berja í hausinn á mér ekki boðlegt !!! En svei mér þá... það sem KFC og íbúfen geta gert fyrir svona aumingja....
Helv... skemmtileg helgi að baki og vinnuvika tekin við... Jibbí
...
Úffff....
Maður er svona að skríða saman eftir helgina !!!! Aldrei þessu vant var tekin tvenna
Á föstudaginn var náttla bara geggjað verður.. fór í bæinn og ég, Nína og Sandra fórum labbandi niður laugarveginn, settumst á Apótekið og þær fengu sér einn kaldann !!!! Hitti svo stelpurnar (Röggu, Stebbu og Beggu) fengum okkur að borða og kíktum svo á rúnntinn !! Svo fengum við Stebba litla flugu í hausinn og ákváðum að detta bara iða Fórum heim að gera okkur fínar... stelpurnar fóru í kef en við Stebba vorum alveg í tjillinu !!! Um 2 fórum við niður í bæ... ákváðum að fara á röltið milli staða og gerðum smá díl... EITT SKOT á hverjum stað !!! Byrjuðum á Prikinu.. dísuss... stoppið var stutt... einn hringur... barinn og út !!! Ekki boðlegt !! Næsti viðkomustaður var Vegamót... voða góð stemmning þar... stoppið var aðeins lengra þar... hittum Árna Inga og Daða iðnskólapeyja... fórum á barinn og svo út !!! Jæja þá var það röðin á Hverfis... eignuðumst nýjan vin... Guðna... "ég heiti Anna, nei ég meina Stebba" hehehehe... algjörir vitleysingar !! Dönsuðum smá... tókum rölt... hey já svo fór ég á klósettið með Ross og hann var í leðurbuxunum... muhahaha... smá einkahúmor hjá okkur stebbu... fórum á barinn og svo út !!! Jæja... töltum á Sólon... alveg ágætisstemmning þar.. sátum nú mest allan tímann en tókum nokkur spot á gólfinu... fórum svo á barinn og svo út !!! Sátum heillengi fyrir utan í spjalli og bulli... Hittum Rikka og löbbuðum samferða honum niður á Hlölla.... Endalaust mikið af sniðugu liði á Ingólfstorgi... einn dauður plummer... einn sem sagði að ég væri miklu fallegri á tánum heldur en í skóm... einn sem vildi ólmur taka með okkur taxa... svo auðvitað hann Moli sem vildi ekkert vita af bátnum hennar Stebbu en kom svo nokkrum mínútum seinna og sagði "fyrirgefðu fröken, en er þessi bátur ennþá í boði ??" sat svo og hakkaði í sig restina af matnum hennar !! hahaha... Svo lá leiðin bara heim á Eggertsgötuna...
Geðveikt skemmtilegt djamm... takk allir
Hendi inn sögum af laugardeginum á eftir...
....
fimmtudagur, júlí 17, 2003
OMG... hvað mig er farið að hlakka til.... get ekki beðið !!!!
...
14 dagar 21 tímar 29 mín og 9 sek - Í Þjóðhátíð!!! ...and counting !!!!
...
Arg... ég er að sofna hér...
en tilhugsunin um helgarfrí heldur mér gangandi !!!! Það ætla víst allar stelpurnar að fara á djammið á lau... þannig að það verður hörkustemmning að vanda !!! Hef ekkert heyrt í Sigrúnu né Áslaugu (hún ætlaði reyndar að hringja í dag) þannig að ég veit ekkert hvort eikkva verður af "hittingnum" okkar á lau... Þetta yrði samt algjör snilld !! Kemur í ljós í dag...

Ég og Sandra skelltum okkur út að hjóla í gær... voða duglegar !! Ég þurfti að byrja á því að reiða hana heim til Halla að ná í hjól... OMG.. þegar við komum þangag var Sandra græn í framan... af hlátri og hræðslu býst ég við og svo var hún komin með rasssæri ég var með tár og maskara út um allt andlit og hálfpartin ælandi blóði... kannski kominn tími til að fara að hreyfa sig eikkva að ráði !!!! Þetta var samt alveg fyndið... Eftir að hafa hjólað heilmikið var komið að því skemmtilega... verðlaunin fyrir að hafa verið duglegar, humm... Fundum Beggu og fórum svo og keyptum okkur ÍS... ummm.... Það má !!!

En jæja klukkan er orðin 9:15... best að fara heim og taka smá napster !!!
L8ER..
...
miðvikudagur, júlí 16, 2003
Finally er ég komin á vakt með ÖLLUM sem ég þekkji (sem eru í vaktavinnu) voða gaman... þannig að við erum allar í fríi um helgina !!! Er ekki mikið búin að vera að gera upp á síðkastið... bara vinna og solleis... Ragga og Stebba kíktu á okkur systurnar í gær og við fórum smá rúnnt !! Svo var mér boðið í mat í gær... pabbi hans Halla vildi endilega að ég kæmi með Söndru í grillaða hammara namm namm... BARA gott !!! Svo fer alveg að líða að því að við ÞURFUM að þrífa húsið... mom&dad koma nebbla heim á lau/sun er nú alveg farin að hlakka til að fá þau heim !!! Jæja best að fara að vinna eikkva...
L8ER...
...
þriðjudagur, júlí 15, 2003
sagittarius lover



You'll Fall in Love With A Sagittarius!


You are naturally attracted to Sag's sophistication, intellect, and wisdom.

Sagittarius is a perfect match for your intellectual curiosity and dreamlike nature.

You will find a wealth of subjects to share with Sag - including philosophy, spirituality, and sexuality.



Sagittarius is naturally curious - and wants to learn everything about you.

Your Sag will probe you with all sorts of personal questions, about your past and sexual preferences.

Answer truthfully, and you'll create the deep connection that you and your Sag crave.



Sometimes it is difficult for Sagittarius to let go and fall in love.

Treat your Sag as a friend first - even if your intentions are different.

Once you prove that you are into your Sag's mind, his or her heart will follow.



What Sign Should Your Lover Be?

More Great Quizzes from Quiz Diva

mánudagur, júlí 14, 2003
Dísuss... ok maður er nú ekkert rosalega hress svona kl.8 á morgnana... en nei, mættir eikkva crew hérna og plantar sér hérna beint fyrir framan mig með 2xgrilljón watta ljóskastara og þykjist vera að taka upp kvikmynd !! Ekki boðlegt... er að spá í að skella upp sólgleraugunum !!

Helgin var voða fín...
Á föstudaginn var ég á aukavakt... þannig að þegar ég kom heim kl.18 nennti ég ómögulega að fara í bæinn !! Þannig að ég eyddi kvöldinu á sófanum !!! Ekki mikið gert það kvöldið !!

oj mar hvað ég er vond... gleymdi alveg AÐALMÁLINU á föstudaginn... Litla prinsessan fékk nafn... já ég fór í skírn kl.8 !! Fékk prinsessan nafnið Hildur Björg... ekkert smá fallegt... til hamingju með nafnið prinsessa, og Fjóla og Hafþór líka !! Ég og Birna fórum saman... og var skírt í nýja safnaðarheimilinu í Keflavíkurkirkju. Fjóla og Hafþór voru svo sæt og fín... og Hildur Björg auðvitað líka... hún var reyndar ekki alveg sátt og lét aðeins heyra í sér !!! Svo var farið út í Njarðvík í veislu... rosalega gott að borða og allir svo stoltir af litlu fjölskyldunni !!

Eftir skírnina var svo bara farið heim á sófann enda dauðþreytt eftir daginn !!! Var reyndar vakin um 5 með mjög skemmtilegri hringingu... og sá þá líka nokkur helv... skemmtileg sms alltaf gaman að vera vakinn með svona !!!

Á laugardaginn brunaði ég snemma í bæinn... fór í Fjörð og hitti Rúnar.. fórum í mjólkurbúðina og svo dró ég hann með mér í nikkrar búðir svo fór ég í Smáralindina og Kringluna... eyddi bara smá pening... keypti mér gegt flotta húfu í Blend of America. Hitti Nínu og Sigurbjörn í Kringlunni og tók smá rölt með þeim, svo kom Sandra og við 2 fórum að borða á Hard Rock. Síðan var haldið í kribbið mitt þar sem við vorum bara að tjilla.. ég fékk mér aðeins í glas en Sandra greyið var bara driver !! Fórum upp í Breiðholt í partý hjá vinkonu hennar Huldu... voða stemmning !! Svo var haldið niður á Sólon... ágætis stemmning.. tókum dansinn en meira gerðist eila ekki þar !!! litlu frændur mínir.. Bjössi og Sigurjón voru síðan svo góðir að skutla mér heim...
fimmtudagur, júlí 10, 2003
Jibbí... eyddi ekki krónu í gær... þetta er nú fyrsti dagurinn í langan tíma sem kortið er ekkert tekið upp !!! eitt gott klapp fyrir það !! Reyndar fór ég varla út úr húsi í gær... var að vinna til 6, kíkti aðeins á Röggu mína og var svo bara á sófanum að glápa á imbann !!! Áætlunin um að fara snemma að sofa tókst ekki frekar en fyrri daginn !! En er nú mætt í vinnu.. dauðþreytt en svakalega hress... eða ekki !!! Allt að gerast í dag.. mætti halda að himinn og jörð væru að farast... en nei mamma og pabbi eru að fara til Köben !! Anna greyið fær aldrei að fara með ekkert skrítið.. ekki mundi ég nenna að hafa mig hangandi með mér... vó.. farin að bulla... best að fara að vinna smá..
L8ER..
..
miðvikudagur, júlí 09, 2003
EYJAMIÐARNIR KOMNIR Í HÚS !!!!
well well well... setti mér það markmið í gær að eyða engum pening !!! ..hummm gekk ekki vel frekar en alla aðra daga !!! Það mætti stundum halda að ég væri milli... og Begga líka alveg ótrúlegar !! En allavega... þegar Beggan kom í bæinn í gær þá brunuðum við á Vollanum niður í Skútuvog til að borga miðana okkar til eyja !! vvvvvíííííííí.......... þetta var reyndar alveg réttlætanleg eyðsla... en svo skelltum við okkur í Smáralindina !! Annan voða dugleg og skoðaði bara á meðan Begga verslaði sér 2 boli og buxur... fórum reyndar og keyptum okkur smá "búnað" fyrir eyjar.. en það var bara smápeningur !! Svo ákváðum við að fara í þetta blessaða tívolí... FREAK OUT.. eina tækið sem okkur langaði að prófa... HOLY SHIT... ég er nú talin helv.. köld í samandi við svona lagað en þetta tæki fær nú alveg 3 og 1/2 stjörnu af 5 mögulegum !! Ég var alveg skíthrædd... Begga blótaði endalaust... og við vorum báðar komnar með maskarann út á kinn þegar gamanið var búið !!! Helv.. gaman þetta !! Jæja 500 kall þar... svo æi eigum við ekki að fá okkru eikkva að borða ?? Jú jú skelltum okkur á Pizza Hut... sem b.t.w. fær enga stjörnu því þetta sökkaði big time... ekkert til þarna sem við pöntuðum !!! Svo skelltum við okkur í bíó á PHONE BOOTH... Geðveik mynd... með þeim betri sem ég hef sé í langan tíma !!! Svo var bara haldið heim í háttinn... Ágætlega dýr dagur... í boði VISA... hvað annað ??
...
þriðjudagur, júlí 08, 2003
EYJAR 2003... nálgast óðum..
Ég og Begga erum alveg að springa úr spenningi það verður svoooo gaman !!! Erum að fara á eftir og borga Herjólf... kíkjum kannski í búðir á búnað og solleis... já það þarf sko að græja og gera fyrir svona herlegheit !!

Kíkti til Nínu sys í gær... fórum aðeins í Kringluna... gegt mikið af fólki -á mánudegi.. humm... greinilegt að það eru útsölur í gangi !! En svo ó gærkvöldi var ég bara heima að horfa á tv... mætti halda að ég ætti enga vini humm... En Begga ætlar að koma í bæinn á eftir svo það verður kannski eitthvað gert í kvöld !!! Svo er það bara vinna mið, fim og fös... svo er HELGARFRÍ !!! Svo er ég að vinna alla næstu viku og þá er ég loksins komin á sömu vakt og stelpurnar !!

En jæja þá er Beggan á leiðinni í rek... ætlum að skella okkur í smá búðarráp og svo í tívolíið !!!
L8ER..
...
sunnudagur, júlí 06, 2003
Hvað er málið með bólur ??? Hvað þykjast þær eila vera... reisa bara tjaldbúiðir þar og þegar þeim hentar vaknaði í morgun með 2-4 bólu kúlutjald á hökunni ekki boðlegt !!! Svo þarf maður auðvitað að kroppa... og nú heldur fólk örugglega að ég sé holdsveik... huge sár !!!

En ég er víst að missa af rútunni í rvk þannig að ég verð að drífa mig...
Man... þetta er búin að vera leti helgi dauðans Ég og Begga fórum á föstudaginn og fengum okkur að borða á Duus.. umm... rosa gott
Svo í gær var ég bara heima að glápa í imbann... ætlaði að fara voða snemma að sofa... en nei... festist í öllu mögulegu og ómögulegu sjónvarpsefni sem kassinn hafði upp á að bjóða !! Sem varð náttla til þess að ég var ÓGEÐSLEGA þreytt í morgun og svaf næstum því yfir mig.... ekki gaman það !!!
En núna verð ég bara að fara heim að leggja mig... umm L8ER...
...
föstudagur, júlí 04, 2003
Annan er mætt í keflavíkina.... verð víst bara ALEIN í towninu held ég... allavega eru flestir sem ég þekki á leið út úr bænum... sumir samt bara í Reykjavík Ég verð semsagt bara að vinna og BORÐA... veit ekki alveg hvað kemur fyrir mig þegar ég kem hingað suður... ætla alveg að borða allan heiminn

Annars gerði ég ekki mikið af mér í borginni... var voða dugleg að fara út að labba... ætlaði eitt kvöldi út á videoleigu að skila spólum en áður en ég vissi af var ég búin að labba niður að Reykjavíkurbryggju og upp allan Laugarveginn... voða dugnaður í minni kom svo heim einum og hálfum tíma síðar með blöðru á löppinni

Á þriðjudaginn þegar ég var búin í vinnu brunaði ég beint í bæinn og ég og Begga skelltum okkur á kaffihús... fórum fyrst á Kaffibrennsluna og kíktum svo aðeins við heima... á Sólon voða fínt kvöld... ehaggi Begs ??

Ég er búin að vera að vafra um á netinu og skoða endalaust af myndum frá eyjum 2002... ég ræð mér ekki af kæti yfir því að vera að fara !!!! Get eila ekki beðið... þetta verður snilld

Æi best að drífa sig heim... nenni ekki að skrifa meir...

...