föstudagur, ágúst 30, 2002
Jæja þá er bara komin helgi... var í fríi í dag og var að reyna að sækja um vinnu... ekki gaman !!! Get ekki sagt að það sé mikið í boði :( Vikan var alveg ágæt... ekki mikið í gangi... Bara skóli, skóli... og ég og Þórhildur vorum að brillera í fjarvíddarteikningu.. hehe NOT !! Fór í bíó á miðvikudaginn á Austin powes... þetta er hreinasta snilld :) Ég hitti Röggu loksins í dag eftir margra daga aðskilnað :) Kíktum smá rúnnt áðan !!! Svo á morgun er það Sálin í Stapa... vívíví... gaman, gaman !!!
Uppgjör helgarinnar !!! Á föstudaginn var planið að gera eitthvað gefandi og skapandi... :) Jæja við Ragga skelltum okkur í höfuðborgina... fórum á Tapas-barinn og fengum okkur ýkt gott að borða.... svo var bara takinn smá Laugavegsrúnntur !!! Get ekki alveg sagt að planið hafi gengið eftir !!! :) Svo var bara brunað í kef. og svefninn tekinn !!! Á laugardaginn varð ég alveg vitlaus og rústaði herberginu mínu... en setti það miklu flottar saman aftur !! :) Semsagt ég breytti því sem hægt var að breyta... alveg ein :) Um kvöldið var bara tekið tjill... við Ingibjörg kíktum á cruzinn í kef... og aldrei þessu vant var fullt af liði í bænum !! Á sunnudaginn var ég svo ennþá meira dugleg og þreif Yarisinn og Raggi var svo góður að hjálpa mér að bóna... þannig að núna á ég hreint og fínt herbergi og voða fínan bíl... vívíví.... gaman gaman !!!
föstudagur, ágúst 23, 2002
Ágætis dagur í dag... fyrir utan veðrið audda en hér virðist alltaf vera rok og rigning :( Svaf fram að hádegi og kíkti svo í heimsókn á Gimli... lenti í veislu og alles !!! Voða gaman að hitta alla og sérstaklega strákana "mína" :) ...var kysst og knúsuð í klessu (".) partýið sem átti að vera í kvöld verður víst ekki fyrr en í september !!! Ég og Ragga tókum smá rúnt í dag og ég keypti mér nike galla og Ragga veslaði smá skóladót... ákváðum líka að gera eitthvað skemmtilegt í kvöld... eitthvað gefandi og skapandi :) hahaha.... (ragga, þú veist hvað ég meina !! ) Í gær fórum við í bæinn og ætluðum með Steina og Gunna í bílabíó... en þegar við mættum á svæðið, í rigningu og roki, var bara búið að loka svæðinu því það var svo pakkað af bílum !!! En við heppnar.. fengum bara bryggjurúnt í staðinn... og þekkjum nú allan flotann í Reykjavíkurhöfn !!! Hahahaha.... Skelltum okkur svo í gettóið... ég meina breiholtið... og fórum að spila ...já Anna fór að spila ! Spiluðum Trivial sem var bara þrælgaman... og svo þurftum við Ragga að keyra heim í þúsund vindstigum og brjálaðri dembu !!! Mjög skemmtilegt kvöld... Takk takk !!!!
fimmtudagur, ágúst 22, 2002
Jæja jæja... þá er maður bara kominn í helgarfrí !!! Vívíví.... :) Þurfti aftur að hanga í rúma fjóra tíma í dag... ekki alveg skemmtilegt en sona er lífið :) Tók mig svo til og skellti mér í Tekknósport eftir skóla... rroosalega dugleg !!! Annars er ekki mikið planað fyrir helgina... kannski brunum við Ragga í bæinn í kvöld í bílabíó.... já það er rétt... Gunni er að reyna að draga okkur að sjá Sódóma Reykjavík í bílabíó !!! Gæti verið gaman... þessi mynd er náttla BARA snilld (",)
miðvikudagur, ágúst 21, 2002
|
MAN.... hvað það getur verið þreytandi að hanga :) Þurfti að hanga uppi í skóla frá hálf níu til eitt í dag... ekki alveg það skemmtilegasta sem ég hef gert !!! Vei vei... það var enginn skyndibiti í dag... bara heimatilbúið nesti :) bannað að hlægja !! Annars er ég ekki búin að gera neitt mikið í dag... skóli og napster... fór reyndar og hitti Röggu og Stebbu á Duus !!! Bara gaman... en best að fara út að labba... hreyfa aðeins á sér rassgatið !!! -Það veitir víst ekki af :)
þriðjudagur, ágúst 20, 2002
Ummm.... hvað það er gott að taka smá napster ;) Fyrsti kennsludagurinn var í dag... ég get ekki annað sagt en að mér lítist vel á þetta !!! Hitti reyndar bara 2 kennara af 6 og var dagurinn í dag frekar mikið hangs. Var í fríi frá 9-13 og fór þá í 15mín tíma og var svo búin !! Ekki slæmt :) Sandra náði að breyta töflunni sinni eitthvað í líkingu við mína þannig að við þurfum ekki að bíða eins mikið eftir hvor annari !!! Ég held að það muni ekki taka mig mjög langan tíma að breytast í HVAL... boðar ekki gott að vera þarna í hafnarfirði... allt of mikið af skyndibitastöðum !!! Við systurnar duttum t.d. inn á KFC í dag.... EKKI gott (",) Verðum að fara að taka með nesti !!!!
mánudagur, ágúst 19, 2002
Jæja þá er maður komin með stundaskrána í hendurnar... og ég verð bara að segja að ég held að ég hafi aldrei verið eins heppin og nú !!!! Búin snemma á mánudögum og þriðjudögum og er bara alveg í fríi á föstudögum.... reyndar er ég til 17.15 á miðvikudögum og fimmtudögum en það er bara fínt.... svo er engin eyða !!!! Glæsilegt !!!! Sandra sys var ekki alveg jafn heppin en hún ætlar að reyna að breyta á morgun.... morgun, omg skólinn byrjar í fyrramálið !!!!
Omigad.... skólinn er að byrja !!! Við Sandra sys erum að fara að sækja stundatöflurnar okkar... loksins komið að þessu. Dreymdi skóladrauma í alla nótt :) Menningarnóttin var alveg hreinasta snilld ! Ég, Ragga og Stebba byrjuðum snemma heima hjá Röggu, drukkum, sungum og dönsuðum !!! (",) Ingvar hennar Stebbu var svo indæll að skutla okkur í höfuðborgina... vorum reyndar stoppuð af löggunni á brautinni en sluppum við sekt... hehehe :) Við skelltum okkur á FM-tónleika á Ingólfstorgi... tjúttuðum með Á móti sól, um miðnætti fórum við svo á Nasa.... tókum dansinn í 5 tíma.... hélt að ég þyrfti að skera fæturna af við hné þegar ég kom út !!!! Eftir eina pullu og spjall við Beggu, Ásdísi og co. var byrjað er reyna að redda fari heim.... Gekk ekkert rosalega vel, en við komumst allavega heim en ferðin mun sitja á sálinni alla ævi :) híhíhí... Takk fyrir frábært kvöld !!!!
laugardagur, ágúst 17, 2002
Hva.... á ég alltaf að eiga ljótustu síðuna ??? Ekki alveg sátt... þarf að fara að herða mig, en þetta tölvudrasl er ekki að meika neitt sens hjá mér !!! :) En það þýðir ekki að væla yfir því.. það er kominn laugardagur og í kvöld verður sko slett úr klaufunum !!! (",) Í gær var bara tekið tjill... við Ragga horfðum á keppnina um ljósalag Reykjanesbæjar... Ekkert voðalega spennandi en sigurlagið var nú bara alveg ágætt !!! Ekta svona lag sem allir geta raulað !!! Björn Jörundur var kynnir en var að gera allt annað en góða hluti þarna.... ekki alveg boðlegur !!! En allavega ljósalag Reykjanesbæjar heitir "Velkomin á ljósanótt". Jæja best að fara að drífa sig í ríkið svo maður deyji ekki úr þosta í kvöld.. hahaha :)
föstudagur, ágúst 16, 2002
Snuff... snuff... nú er Anna hætt á Gimli !! :( Ég á eftir að sakna þess að vera þar með öllu þessu frábæra fólki og auðvitað líka pottormanna minna á Bifröst líka :) En á þriðjudaginn tekur skólinn við !!! Hakka til að takast á við nýtt verkefni !!! Nú er síðasta helgin fyrir skóla að byrja og best að nýta hana vel (",) híhíhí.... Ups.. gleymdi að fara í mjólkurbúðina !! Það reddast !!!! Svo er það bara menningarnótt í höfuðborginni :)
þriðjudagur, ágúst 13, 2002