mánudagur, september 30, 2002
sunnudagur, september 29, 2002
Jæja ég skellti bara öllu upp í kæruleysi í gær og skellti mér í bæinn á Nasa.... var fyrst hérna heima að sötra rauðvín með daddy cool :) ..og líka allan annan áfenga vökva sem ég fann í húsinu !!! Svo komu Jóna María, Ingibjörg, Helga og Greipur að ná í mig og við á Nasa !! Það var alveg helv.. gaman og ég verð bara að segja að Nasa kemur sterkt inn aftur eftir frekar lélega síðustu helgi :) Dönsuðum og dönsuðum... sáum fullt af huggulegum mönnum en veiddum ekkert :) hehehe....
laugardagur, september 28, 2002
Hey sáuð þið hvað ég er komin með ???? Smá spjall !! :)
Í gær fór ég í bæinn til Röggu... ýkt fínt herbergið hennar !! Við skelltum okkur niður í bæ á Hverfisbarinn... röltum svo yfir á Kaupfélagið og Kaffi Sólon... voða gaman en Sólon var ekki alveg að gera sig :( Síðan vorum við bara á rúnntinum að kíkja á strákana :) hehehe... sáum nú reyndar ekki marga, en hittum tvo huggulega á kaupfélaginu :) Ehaggi Ragga ?? Í dag fórum svo ég og Stebba í "surprice" ferð í bæinn til Röggu... fórum svo saman á Grænan kost og í Kolaportið.... skemmtilegur dagur !!! Thanx girls :)
Í gær fór ég í bæinn til Röggu... ýkt fínt herbergið hennar !! Við skelltum okkur niður í bæ á Hverfisbarinn... röltum svo yfir á Kaupfélagið og Kaffi Sólon... voða gaman en Sólon var ekki alveg að gera sig :( Síðan vorum við bara á rúnntinum að kíkja á strákana :) hehehe... sáum nú reyndar ekki marga, en hittum tvo huggulega á kaupfélaginu :) Ehaggi Ragga ?? Í dag fórum svo ég og Stebba í "surprice" ferð í bæinn til Röggu... fórum svo saman á Grænan kost og í Kolaportið.... skemmtilegur dagur !!! Thanx girls :)
fimmtudagur, september 26, 2002
O man... það er enn og aftur komin helgi... eða allavega hjá mér !!! Plús það, þá er önnin hálfnuð í skólanum... vá hvað tíminn líður hratt. Ég og Þórhildur vorum dáldið vondar áðan og skrópuðum í fyrsta skiptið í tíma.... og líka 5-földum tíma :( Dáldið mikið samviskubit !!!! Þessi helgi verður svo bara notuð í afslöppun... ég er orðin svo bæld :) hehehe.... Það er svona að vera fátækur námsmaður.... verð bara að fara að finna einhvern til að vera bæld með... híhíhí ;)
mánudagur, september 23, 2002
Umm... gott að vera búin snemma í skólanum... á reyndar að vera að gera þennan fína fyrirlestur en er engan vegin að nenna því !!! En hvernig er með þessa bloggara ?? Á ekkert að segja frá viðburðum helgarinnar ?? :) Bíð spennt... dó næstum því þegar ég las um Sigfríði og loftpressuna... var alveg snar búin að gleyma þessu :) Hreinasta snilld !!!
sunnudagur, september 22, 2002
Jæja þá er maður búin að liggja í leti í allan dag... bara gott. Í gær var maður vakinn fyrir allar aldir og dreginn í bæinn með hele familien... jamm, ég, Sandra, mamma og pabbi skelltum okkur öll saman í kringluna :) Ég og Sandra alveg skraufþunnar og ógeðslegar... sátum á stjörnutorgi kringlunnar að éta og reyna að ákveða hvert við ættum að æla ef til þess kæmi :) SMEKKLEGAR... Eftir bæjarferðina var haldið í kef í barnaafmæli... Til hamingju með afmælið í gær Inga María :) Þar var hámað í sig kökur þar sem þynnkan var farin !!! Namm namm... Í gærkvöldi fórum svo ég, Ingibjörg og Þórhildur í bæinn til Röggu og Beggu... og við skellum okkur á Nasa... EDRU !!!! Það var alveg þrælskemmtilegt, mikið dansað og hlegið :) Ég hitti aftur vin minn hann Valtýr Björn og við erum orðnir þvílíkir pallar :) Staðurinn var fullur af "ekki sætu" fólki :) Og draumagæjinn lét ekki sjá sig :( ég fór næstum því að gráta, en huggaði mig við að ég fékk nú aðeins að sjá hann á fös... En allavega.. þá var mjög gaman þrátt fyrir mikla edrúmennsku :)
Vááá.... hvað það var gaman í gær !!!! Ég, Edda, Jóna, Adda og Sigrún skelltum okkur á Nasa að hitta Fjólu og Helgu Dröfn... og hittum líka Iddu og fullt af skemmtilegu fólki... algjör snilld... Fjóla, eigum við að boxa smá :) "Kiddi og Sigfríður" fóru alveg á kostum :) Dönsuðum eins og vitleysingar og allir í góðum gír... kíktum svo yfir á Gaukinn... þar var dansað enn meira og Fjóla var alveg mætt með hlaðborðið fyrir mig ;) Takk Fjóla !!!! En Edda hvarf eitthvað snemma... hummm !!! Jóna var komin með þennan líka fína MANN... sem hún endaði með að skilja eftir hjá mér... humm... ekki alveg boðlegt !!! :) Svo í lok kvöldsins hringdi Fjóla í "litla" bróðir sem var svo góður að sækja okkur rónana :) Takk allir fyrir frábært kvöld !!!
föstudagur, september 20, 2002
fimmtudagur, september 19, 2002
Jæja nú er kominn 19.september.... sem þýðir að hún Jóla Fjóla er orðin 23ja ára.... til hamingju með það !!! En ég er aftur á móti komin í helgarfrí og þarf að vera dugleg að læra um helgina !!! Það er samt aldrei að vita nema maður skelli sér í bæinn á smá skrall !!! Það má alveg !!! En ég ætla allavega að kíkja í kökur í kvell til Fjólu bakara.... hehehe... Anna arkitekt og Fjóla bakari :)
miðvikudagur, september 18, 2002
Jæja nú er ég alveg að brillera í auto-cad.... eða EKKI :) hehehe.... á örugglega eftir að rústa tölvuverinu hér í skólanum !!!! Nenni þessu engan vegin... samt bara ca. 40 mín eftir af tímanum... vei vei !! Svo er bara frí eftir hádegi... sökum BUSAVÍXLUNNAR :) Húrra fyrir busum !!!! Svo í kvöld er þetta líka fína busaball á Gauknum, og engir aðrir en Í svörtum fötum spila fyrir dansi !!! Jammí... fullt af lambakjöti :) hehehe... æ nei ég er komin í þessa eldri... ehaggi Fjóla ??? :) Nasa næstu helgi !!! ;) Allir á veiðar !
O man.... hvað ég er eitthvað dofin.... kom heim úr skolanum um kl.2 og ætlaði að taka smá napster, humm... svaf svo bara frá hálf 3 til hálf 7 :) enginn SMÁ napster þar á ferð :) Þetta fólk þarna í Iðnskólanum en náttúrulega bara klikkað... heldur að það geti bara busað hvern sem er... eins gott að þeir komi ekki nálægt mér á morgun... háöldruð kona hér á ferð !!! En í gær fór ég til Fjule og við vorum að ath. hvort að kökurnar fyrir afmælið væru ekki örugglega ætar... hehehe :) svo vorum við að reyna að finna mann handa mér !!! Hafþór greyið heldur örugglega að ég sé eitthvað vel klikkuð, en Fjóla bara hlær !! Ég mátti bara fá mann úr Kef, sem ég var skiljanlega ekki nógu ánægð með.... en í morgun fékk ég svo þær fréttir að Fjóla gæfi samþykkji sitt fyrir draumamanninn minn... vei vei... hann er svo sætur... ehaggi Fjóla ?? :)
Fjóla mín... enga "BANGSA" brandara !!! :)
Fjóla mín... enga "BANGSA" brandara !!! :)
sunnudagur, september 15, 2002
Úllala.... hafiði séð sexy veðurmanninn minn ??? Hann er bara næstum því jafn sætur og Valtýr Björn :) hehehe.... Við stelpurnar skelltum okkur á djammið í gær !! Byrjuðum kvöldið í "innflutnings" partý hjá Beggu á stúdentagörðunum... mættum með útilegugæjurnar í hörkufíling. Boðið var upp á bollu og drukku sumir meira en aðrir af henni :) Síðan var haldið niður í bæ... beint á NASA... það virðist vera það eina sem heillar okkur þessa dagana !! Þar var dansinn tekinn.... m.a. við hinn landsþekkta Valtýr Björn... hann var helv.. sprækur kallinn og við tókum feitann snúning á gólfinu !! hehehe... algjör snilld !!! Við Ragga hittum draumamennina okkar... dísess, hvað þeir eru huggulegir :) En jæja, okkur tókst ekki alveg að heilla þá í þetta skiptið... gengur bara betur næst :) Eftir Nasa röltum við Ragga yfir á Astro, ágætis stemmning þar en þreitan í fólki var orðin svo mikil að stoppið var stutt !!! Ragga skellt sér svo bara upp í leigara og brunaði í Vesturbæinn... Já, Ragga er orðinn vesturbæingur :( flutt frá Önnu sinni :( En eftir stóð Anna alein, allir farnir, og ég með ekkert far heim !!! Hringdi út um allar trissur að reyna að redda mér fari.. náði svo að dobbla engilinn minn hann Ragga til að láta skutla sér í bæinn að ná í mig !!!! Tusund takk.... Ég verð bara að segja að þetta kvöld var alveg þrælskemmtilegt !!! Thanx girls....
Æææ.... ég nenni ekki að læra... á að vera að gera þennan fína fyrirlestur um Hjallastefnuna og Gimli... en ég kem mér engan vegin af stað !!! En ég setti mér víst það markmið að ég fengi ekki að fara út í kvöld nema ég yrði dugleg í dag !!! Í gær fór ég með mínum frábæru Gimlisystrum á karokekeppni, það var gríðarleg stemmning í hópnum og við mættum allar með sólgleraugu... það var svona "wo"man in black þema !!! Bara flottastar :) Heiðrún, Katrín og Freydís héldu heiðri Gimlis á lofti og stóðu sig með stakri príði... Heiðrún krækti meira að segja í þriðja sætið !!! Til lukku með það !!! Hér koma Gimlisysturnar HÓ HÓ :) En það var þvílík stemmning í KK-húsinu og ég hélt að þakið færi að !!! Þetta var allt rosalega LLLLEEEEKERT !!! En jæja ef ég ætla að komast í partýið til Beggu í kvöld ætti ég að skella mér í lærdóminn.... lærdómur er betri en hórdómur... ehaggi ? :) Ble í bili...
fimmtudagur, september 12, 2002
miðvikudagur, september 11, 2002
mánudagur, september 09, 2002
Jæja þá er kominn mánudagur... skólinn búinn í dag og allt í góðum gír !! :) Helgin var alveg frábær... á föstudaginn kíkti ég í heimsókn á Gimli, fékk að heyra planið fyrir "djammið" næstu helgi... það verður BARA gaman !!! Ég og Fjóla kíktum aðeins í búðir og svo fórum við á Ránarvellina og skreyttum pleisið... ekkert smá flott hjá okkur !!!! Við erum náttúrulega algjörir snillingar !!! :) Kíktum líka niður í bæ á útitónleika.... aðallega til að sjá Land og syni... ohh ég er svo mikil grúppía :) Upp við sviðið mátti sjá hóp af 12-14 ára stelpum og svo mig og Fjólu... hahaha :) ég var alveg að fíla mig !!
Á laugardaginn var svo hin merka Ljósanótt.... ég, mamma og Sandra sys tókum röltið niður í bæ og kíktum á mannlífið... pabbi fór með mótorhjólaköllunum í "hópreið" um bæinn... algjör töffari !!! Kíktum á geggjaða málverkasýningu hjá honum Júlla... og pabbi nældi sér í eina mynd !!! Um kvöldið var mæting heim til Fjólu um 19... og grillað og alles. Mikil drykkja... sumir þó meira en aðrir... kíktum svo niður í bæ á herlegheitin... sáum Íslending, heyrðum og sungum ljósalagið, sáum flugeldasýningu... svo var haldið aftur á Ránarvellina og drukkið og sungið meira !!! Ég og Jóna skelltum okkur svo í Stapann þar sem Í svörtum fötum var að spila.... mjög skemmtilegt ball... kíkti á H38 og Casino.... mikið dansað og trallað.... heimkoma um kl.6 :) Frábært kvöld... Takk... Fjóla, Haffi, Jóna, Dóri, Ragga mín, Edda, Hjörtur, Helga Dröfn, Ydda, Adda, Jóna, Berglind Ósk, Ingibjörg, Stebba, Raggi, Ásbjörn (fyrir skutlið), Sandra sys.... og allir hinir sem ég er að gleyma.... takk fyrir frábært kvöld !!!! :)
Á laugardaginn var svo hin merka Ljósanótt.... ég, mamma og Sandra sys tókum röltið niður í bæ og kíktum á mannlífið... pabbi fór með mótorhjólaköllunum í "hópreið" um bæinn... algjör töffari !!! Kíktum á geggjaða málverkasýningu hjá honum Júlla... og pabbi nældi sér í eina mynd !!! Um kvöldið var mæting heim til Fjólu um 19... og grillað og alles. Mikil drykkja... sumir þó meira en aðrir... kíktum svo niður í bæ á herlegheitin... sáum Íslending, heyrðum og sungum ljósalagið, sáum flugeldasýningu... svo var haldið aftur á Ránarvellina og drukkið og sungið meira !!! Ég og Jóna skelltum okkur svo í Stapann þar sem Í svörtum fötum var að spila.... mjög skemmtilegt ball... kíkti á H38 og Casino.... mikið dansað og trallað.... heimkoma um kl.6 :) Frábært kvöld... Takk... Fjóla, Haffi, Jóna, Dóri, Ragga mín, Edda, Hjörtur, Helga Dröfn, Ydda, Adda, Jóna, Berglind Ósk, Ingibjörg, Stebba, Raggi, Ásbjörn (fyrir skutlið), Sandra sys.... og allir hinir sem ég er að gleyma.... takk fyrir frábært kvöld !!!! :)
sunnudagur, september 08, 2002
fimmtudagur, september 05, 2002
Jibbí skibbí..... ég er komin í helgarfrí !!!! (",) Þetta var lengsti dagurinn sem ég hef verið í skólanum... alveg til 17. Ekki gaman !! :( En nú er helgin framundan... og svo er þessi fína Ljósanótt hér í Kef... allt að gerast !! Ég er líka búin að komast að því að ég er ÖMURLEGUR bloggari.. ég bara er ekki alveg að fatta þetta allt saman... já já hlæjiði bara !!!! Það vill bara enginn kenna mér :( Kannski er ég bara svo þrjósk að það MÁ enginn hjálpa mér !! hehehehe..... :)
miðvikudagur, september 04, 2002
Damn... hvað ég er búin að vera löt að skrifa !!! Humm.... hvað er ég nú búin að vera að gera ?? Föstudagskvöldið var bara rólegt, svona videokvöld... horfði á 13 ghosts... ekkert smá scary mynd !!! En þá laugardaginn var sko djammað !! Ég, Ragga, Ingibjörg og Þórunn byrjuðum að drekka hér og fórum svo í partý til Öddu og Jónu þar sem ég hitti Fjólu og Helgu Dröfn og fl. Síðan var stefnan tekin á Stapann !! Endalaust gaman á þessu balli... allir voða fullir og skemmtilegir... nefni engin nöfn :) hehehe... Eftir ballið var bara haldið heim á leið með viðkomu á Aðalstöðinni þar sem ég og Ragga fengum okkur langþráða samloku :) Gaman gaman.... Þessa vikuna er bara búið að vera skóli og tjill !!!!